„Vottar Jehóva?“
SPURNINGIN hér að ofan birtist sem fyrirsögn í fréttabréfi Helsinkiháskóla. Undir fyrirsögninni var bréf frá prófessor Jorma Palo. Í bréfinu sagði meðal annars: „Ég virti nánar fyrir mér innsigli háskólans okkar sem prentað er á forsíðu fréttabréfsins. Fyrir miðju á innsiglinu ofanverðu rakst ég á hebreskan texta og spurði Gyðing, sem var gestur hjá mér, um merkingu hans. Að sögn þessa fræðimanns, sem kann hebresku, samsvarar þetta orðinu ‚Jehóva‘ á finnsku.“
Það var ýmsum undrunarefni að finna einkanafn Guðs á innsigli þessa háskóla í Finnlandi. Háskólinn er hins vegar 350 ára gamall og þegar hann var stofnaður var nafnið Jehóva vel þekkt og notað út um alla Evrópu. Nafnið má finna á ótal opinberum byggingum, peningum og innsiglum frá þeim tíma. — Sjá bæklinginn Nafn Guðs sem vara mun að eilífu.
Kristni heimurinn notar ekki nafn Guðs nú orðið og sá áhugi, sem því var sýndur fyrrum, er að mestu leyti horfinn. Aðeins einn hópur manna notar nafn Guðs í tilbeiðslu sinni og kunngerir það í samræmi við það fyrsta sem beðið er um í ‚Faðirvorinu‘: „Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn.“ (Matteus 6:9) Þess vegna komu mönnum vottar Jehóva strax í hug þegar þeir fundu nafnið á innsigli háskólans.
[Rétthafi myndar á blaðsíðu 32]
Yliopisto