Manstu?
Hefurðu lesið vandlega nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:
Hvenær ,prédikaði Jesús fyrir öndunum í varðhaldi‘? (1. Pét. 3:19)
Einhvern tíma eftir að Jesús var reistur upp frá dauðum virðist hann hafa flutt illu öndunum yfirlýsingu um refsinguna sem þeir verðskulda og eiga í vændum. – 15. júní, bls. 23.
Hvað þrennt getur reynt á hjónaband þeirra sem giftast í annað sinn?
Að láta ekki fyrra hjónaband varpa skugga á núverandi hjónaband, samskipti við gamla vini sem hafa ekki kynnst nýja makanum, og kunna að treysta nýja makanum þótt fyrri makinn hafi ef til vill verið ótrúr. – 1. september, bls. 9-10.
Hvenær dæmir Jesús fólk sauði eða hafra? (Matt. 25:32)
Það gerist þegar Jesús kemur til að dæma í þrengingunni miklu, eftir eyðingu falstrúarbragðanna. – 15. júlí, bls. 6.
Hvenær munu þeir sem illt fremja í dæmisögunni um hveitið og illgresið gráta og gnísta tönnum? (Matt. 13:36, 41, 42)
Þeir gera það í þrengingunni miklu þegar þeir uppgötva að það er engin leið til að umflýja eyðinguna. – 15. júlí, bls. 13.
Hvenær rættist það sem Jesús sagði um trúa og hyggna þjóninn? (Matt. 24:45-47)
Það byrjaði ekki að rætast á hvítasunnu árið 33 heldur eftir 1914. Árið 1919 var þjónninn settur yfir hjúin, en hjúin eru allir þjónar Guðs sem þiggja andlegu fæðuna. – 15. júlí, bls. 21-23.
Hvenær setur Jesús trúa þjóninn yfir allar eigur sínar?
Hann gerir það í framtíðinni, í þrengingunni miklu, þegar trúi þjónninn hlýtur himnesk laun sín. – 15. júlí, bls. 25.
Hvað fleira en kraftur frá Guði hjálpaði 230 vottum að lifa af helgönguna frá fangabúðunum í Sachsenhausen?
Þótt þeir væru veikburða vegna hungurs og sjúkdóma hvöttu þeir hver annan jafnt og þétt til að halda áfram. – 15. ágúst, bls. 18.
Hvers vegna er uppörvandi fyrir okkur að lesa um för Ísraelsmanna yfir Jórdan til að komast inn í fyrirheitna landið?
Þó að áin hafi flætt yfir bakka sína stöðvaði Jehóva vatnið svo að fólk hans kæmist yfir. Það hlýtur að hafa styrkt trú þeirra og traust á hann. Frásagan getur líka stappað stálinu í okkur. – 15. september, bls. 16.
Hvaða ályktun getum við dregið af því að Biblían skuli oft nefna liti?
Það sýnir að Guð skilur hvernig litir vekja upp tilfinningar hjá okkur mönnunum og geta hjálpað okkur að leggja hluti á minnið. – nóvember-desember, bls. 14-15.
Hvernig er spádómurinn í Míka 5:4 um hirða og leiðtoga að uppfyllast núna?
Hinir ,sjö hirðar og átta smurðu leiðtogar‘, sem talað er um í Míka 5:4, eru öldungar safnaðanna. Þeir styrkja þjóna Guðs svo að þeir geti staðist árásina sem spáð er að gerð verði á þá. – 15. nóvember, bls. 20.