„Hann veitir kraft hinum þreytta“
1 Öll þreytumst við af og til. Það er ekki bara vinna og önnur verkleg iðja sem þreytir okkur því vandamálin sem við eigum við að stríða á þessum ‚örðugu tíðum‘ geta líka þreytt okkur. (2. Tím. 3:1) Hvernig getum við, sem þjónum Jehóva, fengið þann andlega styrk sem við þörfnumst til að fara ekki að draga úr þátttöku okkar íboðunarstarfinu? Við þurfum að treysta á þann sem „er voldugur að afli,“ Jehóva Guð. (Jes. 40:26) Hann þekkir þarfir okkar og hefur einlægan áhuga á að hjálpa okkur. — 1. Pét. 5:7.
2 Gjafir frá Jehóva: Jehóva veitir okkur styrk með því að nota heilagan anda sinn, sama ómótstæðilega kraftinn og hann notaði til að skapa alheiminn. Andi Guðs hjálpar okkur að „fá nýjan kraft“ ef við förum að lýjast. (Jes. 40:31) Spyrðu sjálfan þig: „Hvenær bað ég síðast sérstaklega um heilagan anda til að veita mér styrk til að gegna biblíulegum skyldum mínum?“ — Lúk. 11:11-13.
3 Með því að lesa og hugleiða innblásið orð Guðs daglega og lesa biblíutengdu ritin okkar reglulega, nærumst við andlega og blómstrum eins og „tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki.“ — Sálm. 1:2, 3.
4 Jehóva notar líka trúsystkini okkar til að styrkja okkur. (Kól. 4:10, 11) Þau veita okkur styrk á safnaðarsamkomum með uppbyggilegum samræðum, svörum og ræðum. (Post. 15:32) Kristnir öldungar veita einkum andlega aðstoð og endurnærandi hvatningu. — Jes. 32:1, 2.
5 Boðunarstarfið: Ef þér finnst þú vera farinn að þreytast skaltu alls ekki hætta að boða fagnaðarerindið. Ólíkt mörgu öðru sem við gerum þá endurnærumst við á því að taka reglulega þátt í boðunarstarfinu. (Matt. 11:28-30) Boðunarstarfið hjálpar okkur að hafa björtu framtíðarvonina um eilíft líf í Guðsríki stöðugt í huga.
6 Það er margt sem þarf að gera áður en þessu illa heimskerfi verður eytt. Við höfum ærna ástæðu til að vera staðföst í þjónustunni og „þjóna eftir þeim mætti, sem Guð gefur.“ (1. Pét. 4:11) Við munum ljúka verkefni okkar með hjálp Jehóva því að „hann veitir kraft hinum þreytta.“ — Jes. 40:29.