LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Menntun frá Guði sigrar fordóma
Jehóva fer ekki í manngreinarálit. (Post 10:34, 35) Hann tekur opnum örmum fólki „af öllum þjóðum og kynkvíslum, lýðum og tungum“. (Opb 7:9) Þar af leiðandi er ekki rúm fyrir fordóma eða manngreinarálit í kristna söfnuðinum. (Jak 2:1-4) Það er menntuninni frá Guði að þakka að við erum í andlegri paradís og höfum séð persónuleika manna gerbreytast. (Jes 11:6-9) Við erum eftirbreytendur Guðs þegar við leggjum okkur fram við að uppræta allar leifar af fordómum í hjarta okkar. – Ef 5:1, 2.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ JOHNY OG GIDEON: ÁÐUR ÓVINIR, NÚ BRÆÐUR, SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvers vegna er menntun frá Guði langtum áhrifameiri en tilraunir manna til að útrýma mismunun og fordómum?
Hvað kanntu sérstaklega að meta við alheimsbræðralag okkar?
Hvernig er það Jehóva til heiðurs að við varðveitum kristna einingu?