Kex handa terrierhundunum mínum
„VORIÐ 2014 byrjaði ég að ganga með litlu hundana mína í miðbænum þar sem ég bý,“ skrifaði Nick, en hann býr í Oregon í Bandaríkjunum. „Vottarnir stóðu venjulega þar við hliðina á ritatrillunni sinni. Þeir voru vel til fara og heilsuðu öllum brosandi.
Vottarnir sýndu ekki bara fólki vinsemd heldur líka hundunum mínum. Dag einn rétti Elaine terrierhundunum mínum tveim kex. Þaðan í frá voru þeir alltaf fljótir að toga í mig til að komast í ,kexhornið‘ sitt.
Mánuðir liðu og hundarnir voru glaðir að fá kexið sitt og ég naut þess að spjalla aðeins við vottana. En ég hikaði við að vingast of mikið við þá. Ég var kominn yfir sjötugt og ekki viss um hverju vottarnir tryðu. Þar sem ég hafði orðið fyrir vonbrigðum með mörg kristin trúfélög fannst mér best að rannsaka Biblíuna sjálfur.
Á þessum tíma tók ég eftir öðrum vottum víðs vegar um borgina, standandi við ritatrillurnar. Þeir voru líka alltaf vinalegir. Þeir svöruðu alltaf spurningum mínum með hliðsjón af Biblíunni og traust mitt á þeim fór vaxandi.
Dag einn spurði Elaine: ,Lítur þú á dýrin sem gjöf frá Guði?‘ ,Já, ég geri það sannarlega,‘ svaraði ég. Þá sýndi Elaine mér Jesaja 11:6–9. Upp frá því vildi ég vita hvað Biblían kenndi en hikaði við að þiggja rit frá vottunum.
Næstu daga naut ég þess að eiga áhugaverðar umræður við Elaine og Brent manninn hennar. Þau hvöttu mig til að lesa Matteus til Postulasögunnar til að skilja hvað það felur í sér að vera kristinn. Ég fór að ráðum þeirra. Stuttu síðar þáði ég biblíunámskeið með Brent og Elaine. Þetta var sumarið 2016.
Ég hlakkaði til biblíunámskeiðsins í hverri viku og samkomanna í ríkissalnum. Ég var mjög ánægður að fá að læra það sem Biblían kennir. Rúmlega ári síðar lét ég skírast sem vottur. Ég er 79 ára og hef fundið rétta hillu í lífinu. Jehóva hefur blessað mig með því að bjóða mig velkominn í fjölskyldu sína.“