8. hluti
Lifðu að eilífu á jarðneskri paradís
1, 2. Hvernig verður lífið undir stjórn Guðsríkis?
1 Hvernig verður lífið þegar Guð fjarlægir illsku og þjáningar af jörðinni og innleiðir hinn nýja heim sinn undir kærleiksríkri stjórn síns himneska ríkis? Guð lofar að ‚ljúka upp hendi sinni og seðja allt sem lifir með blessun.‘ — Sálmur 145:16.
2 Hverjar eru réttmætar óskir þínar? Eru þær ekki óskir um hamingjuríkt líf, starf sem er ómaksins virði, efnislegar nægtir, fagurt umhverfi, frið milli allra manna og lausn frá óréttlæti, sjúkdómum, þjáningum og dauða? Og hvað um jákvætt, andlegt viðhorf? Allt verður þetta brátt að veruleika undir stjórn Guðsríkis. Taktu eftir því sem spádómar Biblíunnar segja um þá dásamlegu blessun sem mönnum hlotnast í nýja heiminum.
Fullkominn friður meðal mannkyns
3-6. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að menn muni njóta friðar í nýja heiminum?
3 „ [Guð] stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar, brýtur bogann, slær af oddinn, brennir skjöldu í eldi.“ — Sálmur 46:10.
4 „Þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ — Jesaja 2:4.
5 „Hinir hógværu fá landið til eignar, gleðjast yfir ríkulegri gæfu.“ — Sálmur 37:11.
6 „Öll jörðin nýtur nú hvíldar og friðar, fagnaðarópin kveða við.“ — Jesaja 14:7.
Friður milli manna og dýra
7, 8. Hvernig friður mun ríkja milli manna og dýra?
7 „Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og smásveinn gæta þeirra. Kýr og birna munu vera á beit saman og kálfar og húnar liggja hvorir hjá öðrum, og ljónið mun hey eta sem naut. Brjóstmylkingurinn mun leika sér við holudyr nöðrunnar, og barnið nývanið af brjósti stinga hendi sinni inn í bæli hornormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra.“ — Jesaja 11:6-9.
8 „Á þeim degi gjöri ég fyrir þá sáttmála við dýr merkurinnar og fugla himinsins og skriðkvikindi jarðarinnar . . . og læt þá búa örugga.“ — Hósea 2:18.
Fullkomin heilsa, eilíft líf
9-14. Lýstu heilsufari manna í nýja heiminum.
9 „Þá munu augu hinna blindu upp lúkast og opnast eyru hinna daufu. Þá mun hinn halti létta sér sem hjörtur og tunga hins mállausa fagna lofsyngjandi.“ — Jesaja 35:5, 6.
10 „ [Guð] mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.“ — Opinberunarbókin 21:4.
11 „Enginn borgarbúi mun segja: ‚Ég er sjúkur.‘“ — Jesaja 33:24.
12 „Þá svellur hold hans af æskuþrótti, hann snýr aftur til æskudaga sinna.“ — Jobsbók 33:25.
13 „Náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.“ — Rómverjabréfið 6:23.
14 „Hver sem á hann trúir [mun hafa] . . . eilíft líf.“ — Jóhannes 3:16.
Dauðir endurreistir til lífs
15-17. Hvaða von er um þá sem eru þegar látnir?
15 „Upp [munu] rísa bæði réttlátir og ranglátir.“ — Postulasagan 24:15.
16 „Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram.“ — Jóhannes 5:28, 29.
17 „Hafið skilaði hinum dauðu, þeim sem í því voru, og dauðinn og Hel [gröfin] skiluðu þeim dauðu, sem í þeim voru.“ — Opinberunarbókin 20:13.
Jörðin, paradís allsnægta
18-22. Í hvað verður allri jörðinni breytt?
18 „Það skulu verða blessunarskúrir. Og tré merkurinnar munu bera sinn ávöxt, og jörðin mun bera sinn gróða, og þeir munu búa óhultir á sinni jörð.“ — Esekíel 34:26, 27.
19 „Jörðin hefir gefið ávöxt sinn, Guð, vor Guð, blessar oss.“ — Sálmur 67:7.
20 „Eyðimörkin og hið þurra landið skulu gleðjast, öræfin skulu fagna og blómgast sem lilja.“ — Jesaja 35:1.
21 „Fjöll og hálsar skulu hefja upp fagnaðarsöng fyrir yður, og öll tré merkurinnar klappa lof í lófa. Þar sem áður voru þyrnirunnar, mun kýpresviður vaxa, og þar sem áður var lyng, mun mýrtusviður vaxa.“ — Jesaja 55:12, 13.
22 „Þú skalt vera með mér í paradís.“ — Lúkas 23:43, New World Translation.
Gott húsnæði fyrir alla
23, 24. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að nóg verði af góðu húsnæði fyrir alla?
23 „Þeir munu reisa hús og búa í þeim . . . Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta . . . Mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna. Eigi munu þeir erfiða til ónýtis og eigi börn geta til skammlífis.“ — Jesaja 65:21-23.
24 „Hver mun búa undir sínu víntré og undir sínu fíkjutré og enginn hræða þá.“ — Míka 4:4.
Þú getur lifað að eilífu í paradís
25. Hvaða stórfenglegar framtíðarhorfur höfum við?
25 Hversu stórkostlegar framtíðarhorfur! Líf manna getur svo sannarlega haft tilgang núna þegar það er tryggilega bundið hinni öruggu von að í nýjum heimi Guðs muni öll vandamál nútímans tilheyra fortíðinni. „Hins fyrra skal ekki minnst verða, og það skal engum í hug koma.“ (Jesaja 65:17) Og hversu hughreystandi að vita að lífið þá muni vara að eilífu: „ [Guð] mun afmá dauðann að eilífu.“ — Jesaja 25:8.
26. Hver er lykillinn að eilífu lífi í nýjum heimi Guðs?
26 Vilt þú lifa að eilífu í þessum nýja heimi sem verður paradís og er núna svo nálægur? ‚Hvað þyrfti ég að gera til að fá velþóknun Guðs þegar þessi heimur endar og lifa áfram inn í nýja heiminn hans? ‘ kannt þú að spyrja. Þú þarft að gera það sem Jesús gaf til kynna í bæn til Guðs: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ — Jóhannes 17:3.
27. Hvað verður þú að gera til að eiga hlutdeild í fyrirætlun Guðs?
27 Náðu þér þess vegna í biblíu og sannreyndu það sem þú hefur lesið í þessum bæklingi. Leitaðu að öðrum sem nema og kenna þessi biblíusannindi. Slíttu þig lausan frá hræsnisfullum trúarbrögðum sem kenna og gera það sem brýtur í bága við Biblíuna. Kynntu þér hvernig þú getir, ásamt milljónum annarra sem þegar gera vilja Guðs, átt hlutdeild í þeirri fyrirætlun Guðs að láta menn lifa að eilífu á jörð sem verður paradís. Og taktu til þín það sem innblásið orð Guðs segir um nálæga framtíð: „Heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ — 1. Jóhannesarbréf 2:17.
[Mynd á blaðsíðu 31]
Tilgangur Guðs að endurreisa jarðneska paradís nær brátt fram að ganga.