Söngur 141
Leitum að friðarins vinum
Jesús bauð: Berið sannleiksboðskapinn.
Þrátt fyrir sólarhitann þar
hann lét fólk heyra tíðindin.
Unni Guðs sauðum, kallaði á þá.
Hann vann oft myrkra
á milli, leitandi að þeim.
Á götunum, við hverjar dyr
við fræðum fólk sem aldrei fyrr
að brátt mun brotið verðaʼ í
sögunni blað.
(VIÐLAG)
Leitum um allt
að friðar vinum meðal þjóða.
Leitum að þeim
sem gleðiboðskap Guðs má bjóða.
Engum sé sleppt.
Þá allt er reynt.
Tíminn ei bíður, gleymist ekki neinn.
Já, milljón hjörtu, milljón líf,
allt gerum til að frelsa einn.
Knúin af kærleik komum aftur við.
Oft hjörtun læknast er
hlúum niðurbrotnum að.
Við leitum áköf borg úr borg
því orð Guðs sefar flestra sorg,
svo glöð að mega starfa Drottni við hlið.
(VIÐLAG)
Leitum um allt
að friðar vinum meðal þjóða.
Leitum að þeim
sem gleðiboðskap Guðs má bjóða.
Engum sé sleppt.
Þá allt er reynt.
(Sjá einnig Jes. 52:7; Matt. 28:19, 20; Lúk 8:1; Rómv. 10:10.)