Þetta er hið eilífa líf
„Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ – JÓHANNES 17:3.
ÞEKKING getur bjargað lífi fólks. Þegar Nouhou var 10 mánaða veiktist hann. Móðir hans, sem er heilbrigðisstarfsmaður í Níger, vissi strax hvernig hún átti að bregðast við. Hún blandaði salti og sykri saman við hreint vatn og gaf honum að drekka til að koma í veg fyrir vökvatap. „Skjót viðbrögð hennar og aðgangur að heilbrigðisþjónustu varð til þess að sonur hennar náði fljótt bata,“ að sögn UNICEF.
Biblíuþekking getur einnig bjargað lífi fólks. Móse, ritari fyrstu biblíubókanna, sagði: „Þau eru ekki innantóm orð sem engu skipta, þau eru sjálft líf ykkar því að sakir þessara orða verðið þið langlíf.“ (5. Mósebók 32:47) Getur biblíuþekking virkilega gert okkur langlíf? Hvernig má segja að hún sé sjálft líf okkar?
Í greinunum fimm hér á undan hefur verið sýnt fram á að Biblían sé óviðjafnanleg hvað varðar áreiðanlega spádóma, sögulega og vísindalega nákvæmni, innra samræmi og óbrigðul ráð. Af þessu er augljóst að Biblían er einstök. Og þar sem hún segist geta vísað okkur veginn að langlífi, það er að segja eilífu lífi, væri þá ekki viturlegt að kanna málið nánar?
Við hvetjum þig til að afla þér biblíuþekkingar því að hún getur gefið þér hugarró og von um hamingjuríka framtíð. Vottar Jehóva eru fúsir til að sýna þér hvernig hægt er að afla sér þessarar þekkingar.
[Rammi/mynd á bls. 9]
Biblían er líka einstök að því leyti að hún ein gefur skýr svör við áleitnum spurningum eins og:
• Hvers vegna erum við hér?
• Hvers vegna er svona mikið um þjáningar?
• Er einhver von um að látnir ástvinir lifni aftur?
Þú getur fengið svör við spurningunum hér að ofan í þessari bók Hvað kennir Biblían? sem Vottar Jehóva gefa út.