Ertu að flytja?
Ef svarið er já, er margt sem þú og aðrir þurfa að hyggja að. Með því að fylgja því sem talið er upp hér að neðan verðurðu fljótur að koma undir þig fótunum í nýja söfnuðinum.
(1) Þegar þú veist hvert stendur til að flytja getur ritari safnaðarins, sem þú hefur tilheyrt, útvegað þér heimilisfang nýja safnaðarins. Komdu sem fyrst við í nýja ríkissalinn eftir að þú ert kominn á svæðið til að fá staðfesta samkomtíma safnaðarins. Ef fleiri en einn söfnuður nota ríkissalinn skaltu spyrja öldungana hvaða söfnuð svæðið, sem þú býrð á, tilheyri. Dragðu ekki að sækja samkomur og kynnast öldungunum á staðnum.
(2) Ritarar bæði gamla og nýja safnaðarins sjá um að koma boðberakorti þínu og fjölskyldu þinnar á réttan stað. Kynningarbréf verður síðan sent öldungum nýja safnaðarins. (Sjá „Spurningakassann“ í Ríkisþjónustu okkar í febrúar 1991.) Starfsnefnd nýja safnaðarins ætti að láta viðkomandi bóknámsstjóra vita af þér svo að hann geti hjálpað þér að komast í samband við nýja bóknámshópinn. — Rómv. 15:7.
(3) Allir boðberar í nýja söfnuðinum eiga skemmtilegt verkefni fyrir höndum — að kynnast þér og láta þig finna að þú sért velkominn. (Samanber 3. Jóh. 8.) Það þýðir auðvitað að þú verður að mæta á samkomur til að geta átt uppbyggjandi og hvetjandi samskipti við bræður og systur.
(4) Þú skalt ekki bíða þangað til að öll vinnan við flutninginn er yfirstaðin áður en þú tekur þátt í boðunarstarfinu með nýja söfnuðinum. Þegar þú lætur hagsmuni Guðsríkis ganga fyrir verður séð um önnur mál og þér mun líða vel í nýja umhverfinu. (Matt. 6:33) Þegar þú hefur komið þér fyrir á nýja heimilinu langar þig trúlega til að bjóða einhverjum í söfnuðinum í heimsókn til að kynnast þeim betur. — Rómv. 12:13b.
Það er heilmikið fyrirtæki að flytjast búferlum. En þegar allir, sem hlut eiga að máli, gera eins og mælst er til verða engin andleg eftirköst, og þeir fá jákvæða mynd af hinu ástríka, kristna bræðrafélagi okkar.