Prédikar þú með djörfung?
1 Pétur og Jóhannes héldu áfram að kunngera guðsríkisboðskapinn með djörfung þó að andstæðingar handtækju þá og ógnuðu. (Post. 4:17, 21, 31) Hvernig getum við prédikað með djörfung?
2 Berðu djarflega vitni: Djörfung er sama og hugrekki, áræði og þor. Sannkristnir menn prédika með djörfung og láta óhræddir í sér heyra þegar þeim gefst færi á að kynna fagnaðarerindið fyrir öðrum. (Post. 4:20; 1. Pét. 3:15) Þeir skammast sín ekki fyrir fagnaðarerindið. (Sálm. 119:46; Rómv. 1:16; 2. Tím. 1:8) Það er því nauðsynlegt að við búum yfir djörfung til að geta innt af hendi boðun fagnaðarerindisins um Guðsríki á endalokatímanum. Hún kemur okkur til að kynna fagnaðarerindið fyrir fólki hvar sem það er að finna. — Post. 4:29; 1. Kor. 9:23.
3 Djörfung í skólanum: Ertu feiminn eða smeykur við að prédika fyrir skólafélögunum? Það er ekki auðvelt að gera það og stundum getur það verið býsna erfitt. En Jehóva veitir þér kraft ef þú biður hann um djörfung til að prédika fyrir öðrum. (Sálm. 138:3) Djörfung hjálpar þér að segja að þú sért vottur Jehóva og þola háð og spott. Fyrir vikið getur boðun þín í skólanum bjargað þeim sem hlusta á þig. — 1. Tím. 4:16.
4 Djörfung á vinnustað: Ertu þekktur á vinnustaðnum sem vottur Jehóva? Þú ert ef til vill sá eini sem getur komið fagnaðarerindinu á framfæri við vinnufélagana. Djörfung auðveldar þér jafnframt að fá frí úr vinnu til að sækja samkomur og mót.
5 Djörfung í prófraunum: Það er skiptir sköpum að byggja upp djörfung þegar á móti blæs. (1. Þess. 2:1, 2) Hún hjálpar okkur að halda fast í trúna þegar okkur er ógnað, við erum hædd eða beinlínis ofsótt. (Fil. 1:27, 28) Þegar þrýst er á okkur að víkja frá siðferðisreglum Jehóva eflir djörfungin staðfestu okkar og þegar aðrir valda deilum styrkir hún ásetning okkar að varðveita friðinn. — Rómv. 12:18.
6 Höldum áfram að boða fagnaðarerindið með djörfung, óháð því hvaða erfiðleika við eigum við að etja. — Ef. 6:18-20.