Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn apríl-júní
„Heldurðu að það sé hægt að finna sannan hugarfrið þrátt fyrir alla erfiðleikana í heiminum? [Gefðu kost á svari.] Framtíðarvonin, sem Biblían veitir, hefur hjálpað mörgum. [Lestu einn ritningarstað sem er vitnað eða vísað í í greininni sem þú kynnir.] Í þessu blaði kemur fram hvað Biblían segir um uppruna okkar, tilgang lífsins og framtíðina.“
Vaknið! apríl-júní
„Sumir telja að dauðinn sé leið yfir í framhaldslífið en aðrir telja að hann sé endir alls. Heldurðu að við þurfum að óttast dauðann? [Gefðu kost á svari.] Sjáðu hvað Job sagði um það að deyja. [Lestu Jobsbók 14:14, 15.] Í þessu blaði er bent á skýr svör Biblíunnar við því hvað gerist við dauðann.“