Tökum spámennina til fyrirmyndar – Míka
1. Hvaða spurningu gæti spámaðurinn Míka hafa velt fyrir sér og hvers vegna var boðun hans ekki til einskis?
1 Hvenær á þetta spillta heimskerfi eiginlega eftir að líða undir lok? Spámaðurinn Míka gæti vel hafa velt fyrir sér svipaðri spurningu þegar hann kunngerði dóma Jehóva yfir konungsríkjunum Ísrael og Júda. Boðun hans var þó ekki til einskins. Árið 740 f.Kr., á meðan Míka var enn á lífi, rættist það sem Jehóva hafði sagt um Samaríu. (Míka 1:6, 7) Síðar, árið 607 f.Kr., var Jerúsalem lögð í rúst. (Míka 3:12) Hvernig getum við líkt eftir Míka á meðan við bíðum eftir að Jehóva fullnægi dómum sínum á okkar dögum?
2. Hvernig getum við sýnt þolinmæði á meðan við bíðum eftir degi Jehóva og hvers vegna ættum við að gera það?
2 Sýnum þolinmæði: Míka skrifaði: „Ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns.“ (Míka 7:7) Auðvitað beið Míka ekki aðgerðarlaus eftir að endalokin kæmu. Hann var upptekinn sem spámaður Jehóva. Á meðan við bíðum eftir degi Jehóva ættum við líka „að lifa heilögu og guðrækilegu lífi“. (2. Pét. 3:11, 12) Með þolinmæði sinni gefur Jehóva einstaklingum tækifæri til þess að iðrast. (2. Pét. 3:9) Við tökum þess vegna til okkar þá hvatningu að líkja eftir þolinmæði spámannanna. – Jak. 5:10.
3. Af hverju ættum við að biðja Jehóva um styrk heilags anda?
3 Reiðum okkur á styrk Jehóva: Þótt verkefni Míka hafi verið krefjandi leitaði hann eftir styrk frá Jehóva til að inna það af hendi. (Míka 3:8) Það er engin tilviljun að í orði Jehóva erum við hvött til að reiða okkur á styrk frá honum. Hann gefur hinum þreytta mikinn kraft svo hann geti sinnt ábyrgð sinni í söfnuðinum, boðunarstarfinu og fjölskyldunni. (Sálm. 84:6, 8; Jes. 40:28-31) Hefur þú upplifað þetta í þjónustu þinni við Jehóva? Biður þú reglulega til Jehóva um heilagan anda til að veita þér styrk og hjálp? – Lúk. 11:13.
4. Hvernig er Míka gott fordæmi fyrir kristna menn nú á dögum?
4 Míka lét þjónustu sína við Jehóva hafa forgang í lífi sínu. Hann var staðráðinn í að vera alltaf trúr þótt siðferði manna í kringum hann væri mjög spillt. Á svipaðan hátt reynir líka á ráðvendni okkar á hverjum degi. Við skulum því vera ákveðin í að „lifa í nafni Drottins [„Jehóva“, NW], Guðs vors, um aldir alda.“ – Míka 4:5.