Neðanmáls
a Guð tók Ónan af lífi fyrir að ‚láta sæði sitt spillast á jörðu.‘ Þar var hins vegar um að ræða rofin kynmök, ekki sjálfsfróun. Ónan var líflátinn vegna þess að í eigingirni sinni vildi hann ekki ganga að eiga ekkju bróður síns í þeim tilgangi að viðhalda ættlegg hans. (1. Mósebók 38:1-10) Hvað er þá átt við með því að ‚láta sæði‘ eins og getið er um í 3. Mósebók 15:16-18? Hér er greinilega ekki átt við sjálfsfróun heldur ósjálfráð sáðlát að næturlagi og kynmök í hjónabandi.