Neðanmáls
a Varðturninn sagði einu sinni: „Við ættum ekki að sóa þessu lífi í hégóma . . . Ef þetta líf er allt og sumt skiptir ekkert máli. Þetta líf er þá eins og bolti sem kastað er upp í loftið og fellur fljótt til jarðar aftur. Það er hverfull skuggi, fölnandi blóm, visnandi grasstrá. . . . Ævi okkar er örsmátt rykkorn á vogarskálum eilífðarinnar. Það er ekki einu sinni dropi í straumi tímans. [Salómon] fer sannarlega með rétt mál er hann virðir fyrir sér hið margvíslega amstur mannsins og lýsir það hégóma. Við hverfum svo fljótt að það er varla þess virði að fæðast. Við erum ein af milljörðum sem koma og fara og fáir vita nokkru sinni að við vorum til. Þetta er ekki nöturleg kaldhæðni heldur sannleikur, staðreynd sem horfast þarf í augu við, hreint og beint raunsæi ef þetta líf er allt og sumt.“ — 1. ágúst 1957 (á ensku), bls. 472.