Neðanmáls
a Gyðingar hneyksluðust mjög á þessum sið. Í 2. Makkabeabók, sem er ein af Apókrýfubókunum, kemur fram að það hafi valdið miklum deilum meðal Gyðinga þegar Jason æðstiprestur lagði til að gerður yrði íþróttavöllur í Jerúsalem. Jason þessi hafði sölsað undir sig æðstaprestsembættið og var þessi hugmynd hans liður í því að snúa Gyðingum til grískra hátta. – 2. Makk. 4:7-17.