Neðanmáls
a Frummálsorðin, sem oft eru þýdd „lausnargjald“ í Biblíunni, gefa til kynna verðgildi eða verð sem greitt er. Aðalmerking hebresku sagnarinnar kafarʹ er til dæmis „að hylja“. Oftast er þá átt við að hylja eða fyrirgefa synd. (Sálmur 65:4) Nafnorðið kófer er af sama stofni og lýsir gjaldinu sem er greitt til að fá þessa fyrirgefningu eða lausn. (2. Mósebók 21:30) Gríska orðið lytron, sem er að jafnaði þýtt „lausnargjald“, má einnig þýða „endurlausn“. (Matteus 20:28) Grískir ritarar notuðu það um gjald til að kaupa lausa stríðsfanga eða leysa þræla úr haldi.