Fyrri Samúelsbók
12 Samúel sagði nú við allan Ísrael: „Ég hef gert allt sem þið báðuð mig um og skipað konung yfir ykkur.+ 2 Hér er konungurinn sem leiðir* ykkur.+ Sjálfur er ég orðinn gamall og gráhærður og synir mínir eru á meðal ykkar.+ Ég hef leitt ykkur allt frá unga aldri.+ 3 Og hér er ég. Vitnið gegn mér frammi fyrir Jehóva og hans smurða.+ Hef ég tekið naut eða asna frá nokkrum manni?+ Hef ég svikið eða farið illa með einhvern? Hef ég þegið mútur* af einhverjum og lokað augunum fyrir ranglæti?+ Ef svo er skal ég bæta fyrir það.“+ 4 Ísraelsmenn svöruðu: „Þú hefur hvorki svikið okkur, farið illa með okkur né þegið mútur af nokkrum manni.“ 5 Þá sagði Samúel: „Jehóva og hans smurði eru vitni að því í dag að þið hafið ekki fundið neitt til að saka mig um.“* Þeir svöruðu: „Hann er vitni að því.“
6 Þá sagði Samúel við fólkið: „Jehóva er vitni, hann sem útvaldi Móse og Aron og leiddi forfeður ykkar út úr Egyptalandi.+ 7 Stígið nú fram. Ég ætla að dæma ykkur frammi fyrir Jehóva með hliðsjón af öllu því góða* sem Jehóva hefur gert fyrir ykkur og forfeður ykkar.
8 Þegar Jakob kom til Egyptalands+ fóru forfeður ykkar að hrópa til Jehóva á hjálp.+ Þá sendi Jehóva Móse+ og Aron til að leiða forfeður ykkar út úr Egyptalandi og láta þá setjast hér að.+ 9 En þeir gleymdu Jehóva Guði sínum svo að hann seldi þá+ í hendur Sísera,+ herforingja í Hasór, í hendur Filistea+ og í hendur Móabskonungs,+ og þeir réðust á þá. 10 Þá hrópuðu þeir til Jehóva á hjálp+ og sögðu: ‚Við höfum syndgað+ því að við höfum yfirgefið Jehóva og þjónað Baölum+ og Astörtum.+ Bjargaðu okkur nú úr höndum óvina okkar svo að við getum þjónað þér.‘ 11 Þá sendi Jehóva Jerúbbaal,+ Bedan,* Jefta+ og Samúel+ og bjargaði ykkur úr höndum óvina ykkar allt í kring svo að þið gátuð búið óhult.+ 12 Þegar þið sáuð að Nahas+ konungur Ammóníta var kominn til að ráðast á ykkur sögðuð þið ítrekað við mig: ‚Við viljum fá konung!‘+ enda þótt Jehóva Guð ykkar sé konungur ykkar.+ 13 Hér er konungurinn sem þið völduð og báðuð um. Jehóva hefur nú skipað konung yfir ykkur.+ 14 Ef þið óttist Jehóva,+ þjónið honum+ og hlýðið+ og setjið ykkur ekki upp á móti skipunum Jehóva og ef þið og konungurinn sem ríkir yfir ykkur fylgið Jehóva Guði ykkar mun ykkur farnast vel. 15 En ef þið óhlýðnist Jehóva og setjið ykkur upp á móti skipunum Jehóva verður hönd Jehóva gegn ykkur og feðrum ykkar.+ 16 Stígið nú fram og sjáið máttarverkið sem Jehóva ætlar að vinna fyrir augum ykkar. 17 Stendur ekki hveitiuppskeran yfir núna? Ég ætla að biðja Jehóva að senda þrumur og regn. Þá munuð þið skilja hve gróflega þið brutuð af ykkur í augum Jehóva þegar þið báðuð um konung.“+
18 Síðan hrópaði Samúel til Jehóva og Jehóva sendi þrumur og regn þennan sama dag. Allt fólkið varð mjög hrætt við Jehóva og Samúel. 19 Fólkið sagði við Samúel: „Biddu til Jehóva Guðs þíns fyrir þjónum þínum+ því að við viljum ekki deyja. Við höfum bætt enn einu afbroti við allar syndir okkar með því að biðja um konung.“
20 Samúel svaraði fólkinu: „Verið ekki hrædd. Þið hafið vissulega brotið af ykkur en hættið samt ekki að fylgja Jehóva.+ Þjónið Jehóva af öllu hjarta.+ 21 Snúið ekki baki við honum og eltið ekki einskis nýta hjáguði.*+ Þeir koma ykkur að engu gagni+ og geta ekki bjargað ykkur því að þeir eru einskis nýtir.* 22 Vegna síns mikla nafns+ mun Jehóva ekki yfirgefa ykkur+ því að Jehóva hefur sjálfur ákveðið að gera ykkur að þjóð sinni.+ 23 Það er óhugsandi fyrir mig að syndga gegn Jehóva með því að hætta að biðja fyrir ykkur. Ég ætla að halda áfram að kenna ykkur hinn góða og rétta veg. 24 Óttist Jehóva,+ þjónið honum trúfastlega af öllu hjarta og munið eftir máttarverkunum sem hann hefur unnið fyrir ykkur.+ 25 En ef þið haldið áfram að gera það sem er rangt verður bæði ykkur og konungi ykkar rutt úr vegi.“+