-
Huggun fyrir þá sem þjástVarðturninn – 2003 | 1. janúar
-
-
Þegar Guð skapaði mennina ætlaðist hann ekki til þess að þeir myndu þjást heldur gaf hann fyrstu hjónunum, Adam og Evu, fullkominn huga og líkama, bjó til unaðslegan garð sem átti að vera heimili þeirra og lét þeim í té þýðingarmikið og ánægjulegt verkefni. (1. Mósebók 1:27, 28, 31; 2:8) En áframhaldandi hamingja þeirra var undir því komin að þau viðurkenndu stjórn hans og rétt til að ákveða hvað væri gott og hvað illt. Þessi réttur Guðs var táknaður með tré sem kallað var ‚skilningstré góðs og ills.‘ (1. Mósebók 2:17) Adam og Eva áttu að sýna undirgefni sína við Guð með því að hlýða skipun hans og borða ekki af trénu.a
-
-
Huggun fyrir þá sem þjástVarðturninn – 2003 | 1. janúar
-
-
a Neðanmálsathugasemd við 1. Mósebók 2:17 í The Jerusalem Bible segir ‚skilning á góðu og illu‘ vera „valdið til að ákveða . . . hvað sé gott og hvað illt og breyta samkvæmt því, krafan um algert sjálfstæði í siðferðilegum efnum þar sem maðurinn neitar jafnframt að viðurkenna stöðu sína sem sköpuð vera.“ Hún bætir við: „Fyrsta syndin var árás á alræðisvald Guðs.“
-