KAFLI 26
Hvers vegna eru til illska og þjáningar?
Þegar eitthvað slæmt gerist er eðlilegt að spyrja: „Af hverju gerðist þetta?“ Við erum mjög ánægð að Biblían skuli hafa skýrt svar við þessari spurningu.
1. Hvað gerði Satan sem varð til þess að illskan kom til sögunnar?
Satan Djöfullinn gerði uppreisn gegn Guði. Satan vildi drottna yfir öðrum og fékk því Adam og Evu til að gera uppreisn með sér. Hann gerði það með því að ljúga að Evu. (1. Mósebók 3:1–5) Hann fékk hana til að halda að Jehóva neitaði henni um eitthvað gott. Hann gaf í skyn að mennirnir yrðu hamingjusamari ef þeir hlýddu ekki Guði. Satan var fyrstur til að ljúga þegar hann sagði Evu að hún myndi ekki deyja. Þess vegna segir Biblían að Satan sé „lygari og faðir lyginnar“. – Jóhannes 8:44.
2. Hvað völdu Adam og Eva að gera?
Jehóva var mjög örlátur við Adam og Evu. Hann sagði að þau mættu borða af öllum trjám í Edengarðinum nema einu. (1. Mósebók 2:15–17) En þau ákváðu samt að borða ávöxtinn af því tré. Eva „tók af ávexti þess og borðaði“. Seinna borðaði Adam einnig af ávextinum. (1. Mósebók 3:6) Þau óhlýðnuðust Guði bæði tvö. Vegna þess að Adam og Eva voru fullkomin var þeim eðlislægt að gera það sem er rétt. En með því að óhlýðnast Guði af ásettu ráði syndguðu þau og höfnuðu yfirráðum hans. Sú ákvörðun olli þeim miklum þjáningum. – 1. Mósebók 3:16–19.
3. Hvernig hefur ákvörðun Adams og Evu haft áhrif á okkur?
Þegar Adam og Eva syndguðu urðu þau ófullkomin. Þar af leiðandi gáfu þau öllum afkomendum sínum ófullkomleika í arf. Biblían segir um Adam: „Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni. Þannig barst dauðinn til allra manna.“ – Rómverjabréfið 5:12.
Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við þjáumst. Stundum þjáumst við vegna þess að við tökum slæmar ákvarðanir. Stundum þjáumst við vegna þess að aðrir taka slæmar ákvarðanir. Og stundum þjáumst við vegna þess að við erum á röngum stað á röngum tíma. – Lestu Prédikarann 9:11.
KAFAÐU DÝPRA
Kynntu þér hvers vegna Guð er ekki ábyrgur fyrir illskunni og þjáningunum í heiminum og hvernig honum líður þegar við þjáumst.
4. Hver er ábyrgur fyrir þjáningum okkar?
Margir halda að Guð stjórni öllum heiminum. Er það rétt? Spilið MYNDBANDIÐ.
Lesið Jakobsbréfið 1:13 og 1. Jóhannesarbréf 5:19 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Er Guð ábyrgur fyrir þjáningum og illsku?
5. Hvaða afleiðingar hefur stjórn Satans haft?
Lesið 1. Mósebók 3:1–6 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hverju laug Satan? – Sjá 4. og 5. vers.
Hvernig gaf Satan í skyn að Jehóva neitaði mönnunum um eitthvað gott?
Hvernig gaf Satan í skyn að mennirnir þyrftu ekki að vera undir stjórn Jehóva til að vera hamingjusamir?
Lesið Prédikarann 8:9 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað hefur gerst á meðan Jehóva stjórnar ekki heiminum?
Adam og Eva voru fullkomin og áttu heima í paradís. En þau hlustuðu á Satan og gerðu uppreisn gegn Jehóva.
Með uppreisninni komu synd, þjáningar og dauði inn í heiminn.
Jehóva bindur enda á synd, þjáningar og dauða. Þá verður mannkynið aftur fullkomið og í paradís.
6. Jehóva stendur ekki á sama um þjáningar okkar
Tekur Guð eftir þjáningum okkar? Sjáðu hvað Davíð konungur og Pétur postuli skrifuðu. Lesið Sálm 31:7 og 1. Pétursbréf 5:7 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig líður þér að vita að Jehóva tekur eftir þjáningum okkar og stendur ekki á sama um þær?
7. Guð ætlar að binda enda á allar þjáningar manna
Lesið Jesaja 65:17 og Opinberunarbókina 21:3, 4 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna er hughreystandi að vita að Jehóva ætlar að gera að engu áhrif alls þess slæma sem menn hafa þurft að þola?
Vissir þú?
Satan rægði Jehóva með fyrstu lyginni. Hann skaðaði orðspor Jehóva sem sanngjarns og kærleiksríks stjórnanda. Jehóva upphefur sjálfan sig í náinni framtíð þegar hann afmáir þjáningar manna. Hann mun með öðrum orðum sanna að stjórn hans sé sú besta. Að hreinsa nafn Jehóva er eitt mikilvægasta mál í heimi. – Matteus 6:9, 10.
SUMIR SEGJA: „Þjáningar hafa alltaf verið hluti af lífinu. Guð notar þær til að reyna okkur.“
Hvað myndir þú segja við því?
SAMANTEKT
Satan Djöfullinn og Adam og Eva bera meginábyrgð á illskunni í heiminum. Jehóva stendur alls ekki á sama um þjáningar okkar og hann ætlar bráðlega að binda enda á þær og öll áhrif þeirra.
Upprifjun
Hverju laug Satan Djöfullinn að Evu?
Hvernig hefur uppreisn Adams og Evu haft áhrif á okkur öll?
Hvernig vitum við að Jehóva stendur ekki á sama um þjáningar okkar?
KANNAÐU
Skoðaðu hvernig Biblían skilgreinir synd.
Lestu meira um deilumálið sem Satan Djöfullinn vakti upp í Edengarðinum.
„Af hverju leyfir Guð þjáningar?“ (Varðturninn 1. mars 2014)
Kynntu þér hughreystandi svar við erfiðri spurningu.
Sjáðu hvað maður nokkur lærði um þær þjáningar sem hann sá í kringum sig.