-
Einstakt hlutverk Jesú í fyrirætlun GuðsVarðturninn – 2008 | 15. desember
-
-
Hinn fyrirheitni ‚niðji‘
18. Hvaða spádómur var borinn fram eftir að Adam syndgaði og hvað var síðar opinberað?
18 Í Eden forðum daga virtist mannkynið hafa glatað öllu — góðu sambandi við Guð, eilífu lífi, hamingjunni og paradís. En þá boðaði Jehóva Guð að frelsari myndi koma. Hann var kallaður ‚niðjinn‘. (1. Mós. 3:15) Margir af spádómum Biblíunnar í aldanna rás fjölluðu um þennan dularfulla niðja. Hann átti að koma af Abraham, Ísak og Jakobi. Og hann átti að fæðast í ættlegg Davíðs konungs. — 1. Mós. 21:12; 22:16-18; 28:14; 2. Sam. 7:12-16.
19, 20. (a) Hver er hinn fyrirheitni niðji? (b) Af hverju er hægt að segja að fleiri en Jesús eigi að verða niðjar Abrahams?
19 Hver var þessi fyrirheitni niðji? Svarið er að finna í Galatabréfinu 3:16. (Lestu.) En síðar í sama spádómi segir Páll við hina andasmurðu: „Ef þið eruð í samfélagi við Krist þá eruð þið niðjar Abrahams og erfið það sem honum var heitið.“ (Gal. 3:29) Hvernig getur Kristur verið hinn fyrirheitni niðji og aðrir sömuleiðis?
20 Milljónir manna segjast vera afkomendur Abrahams og sumir hafa jafnvel talið sig spámenn. Sum trúarbrögð leggja mikla áherslu á að spámenn sínir séu komnir af Abraham. En eru þeir allir fyrirheitnir niðjar? Nei, eins og Páll postuli bendir á vegna innblástur geta ekki allir afkomendur Abrahams talið sig fyrirheitna niðja. Niðjinn, sem átti að vera mannkyni til blessunar, átti að koma af Ísak einum, ekki af hinum sonum Abrahams. (Hebr. 11:18) Þegar allt kemur til alls er aðeins einn maður, Jesús Kristur, aðalniðji Abrahams, og ætt hans er rakin í Biblíunni.c Þeir sem verða niðjar Abrahams síðar auk hans verða það af því að þeir eru „í samfélagi við Krist“. Jesús fer með einstakt hlutverk í uppfyllingu þessa spádóms.
-
-
Einstakt hlutverk Jesú í fyrirætlun GuðsVarðturninn – 2008 | 15. desember
-
-
c Enda þótt Gyðingar á fyrstu öld hafi talið sig njóta forréttinda af því að þeir voru beinlínis niðjar Abrahams væntu þeir þess að einn maður kæmi sem Messías eða Kristur. — Jóh. 1:25; 7:41, 42; 8:39-41.
-
-
Einstakt hlutverk Jesú í fyrirætlun GuðsVarðturninn – 2008 | 15. desember
-
-
◼ Hinn fyrirheitni niðji. (1. Mós. 3:15) Aðeins einn maður, Jesús Kristur, er aðalniðji Abrahams. Þeir sem verða niðjar Abrahams síðar auk hans verða það af því að þeir eru „í samfélagi við Krist“. — Gal. 3:29.
-