-
Brúðkaup sem er milljónum núlifandi manna til gagnsVarðturninn – 1989 | 1. nóvember
-
-
12. Hvað gerðist á heimili Rebekku?
12 Rebekka hljóp heim til að segja fjölskyldu sinni hvað gerst hefði. Síðar, þegar faðir og bróðir Rebekku heyrðu af munni Elíesers sjálfs hver væri tilgangur fararinnar og hvernig Jehóva hefði svarað bæn hans, féllust þeir hiklaust á að Ísak mætti eiga Rebekku. „Og er þjónn Abrahams heyrði þessi orð, laut hann til jarðar fyrir [Jehóva]. Og þjónninn tók upp skartgripi af silfri og skartgripi af gulli og klæði, og gaf Rebekku, en bróður hennar og móður gaf hann gersemar.“ — 1. Mósebók 24:52, 53.
-
-
Brúðkaup sem er milljónum núlifandi manna til gagnsVarðturninn – 1989 | 1. nóvember
-
-
16. (a) Hvernig er þjónn Abrahams góð táknmynd heilags anda Guðs? (b) Hvaða spurninga má spyrja varðandi andann og brúðina?
16 Nafnið Elíeser merkir „Guð minn er hjálpari.“ Bæði með nafni sínu og verkum er hann viðeigandi tákn heilags anda sem hinn meiri Abraham, Jehóva Guð, sendi til fjarlægs lands, til jarðar, til að velja sæmandi brúði handa hinum meiri Ísak, Jesú Kristi. (Jóhannes 14:26; 15:26) Brúðarhópurinn er ‚söfnuðurinn‘ myndaður af lærisveinum Jesú sem eru getnir með heilögum anda sem andasynir Guðs. (Efesusbréfið 5:25-27; Rómverjabréfið 8:15-17) Líkt og Rebekka fékk dýrar gjafir, eins fengu fyrstu meðlimir kristna safnaðarins á hvítasunnunni árið 33 undraverðar gjafir til tákns um himneska köllun sína. (Postulasagan 2:1-4) Líkt og Rebekka hafa þeir fúslega sagt skilið við öll veraldleg og holdleg sambönd til að geta um síðir sameinast himneskum brúðguma sínum. Frá þeim tíma er hinir einstöku meðlimir brúðarhópsins eru kallaðir fram til dauða þeirra, verða þeir að gæta andlegs meydóms síns á leið sinni um hinn hættulega og lokkandi heim Satans. (Jóhannes 15:18, 19; 2. Korintubréf 11:13; Jakobsbréfið 4:4) Fylltur heilögum anda býður brúðarhópurinn öðrum að eignast hlutdeild í hjálpræðisráðstöfun Jehóva. (Opinberunarbókin 22:17) Fylgir þú fordæmi brúðarinnar með því að fylgja einnig leiðsögn andans?
-