-
„Hvers vegna skyldi ég þá aðhafast svo illt?“Varðturninn – 2015 | 1. janúar
-
-
Það reyndist Jósef dýrkeypt að gera það sem var rétt. Eiginkona Pótífars lét ekki þar við sitja heldur ákvað að hefna sín. Hún byrjaði strax að öskra og kalla á þjónustulið sitt sem flýtti sér inn. Hún hélt því fram að Jósef hefði reynt að nauðga sér og síðan tekið til fótanna þegar hún öskraði. Hún geymdi skikkjuna sem sönnunargagn og beið eftir eiginmanni sínum. Þegar Pótífar kom heim endurtók hún lygina og gaf í skyn að þetta væri allt saman honum að kenna því að hann hefði hleypt þessum útlendingi inn á heimilið. Hvernig brást Pótífar við? Frásagan segir að hann „reiddist ... mjög“ og lét handsama Jósef og varpa honum í fangelsi. – 1. Mósebók 39:13-20.
„ÞEIR SÆRÐU FÆTUR HANS MEÐ FJÖTRUM“
Menn vita lítið um aðbúnaðinn í egypskum fangelsum á þessum tíma. Fornleifafræðingar hafa fundið rústir slíkra bygginga sem voru eins og rammgerð virki með klefum og myrkvastofum. Jósef lýsti fangelsinu síðar sem „dýflissu“ og það bendir til þess að það hafi verið dimmur og drungalegur staður. (1. Mósebók 40:15) Í Sálmunum segir að Jósef hafi þurft að líða enn frekar: „Þeir særðu fætur hans með fjötrum, settu háls hans í járn.“ (Sálmur 105:17, 18) Egyptar fjötruðu stundum fanga sína með olnboga fyrir aftan bak eða hlekkjuðu þá með járnhring um hálsinn. Mikið hlýtur Jósef að hafa þjáðst vegna þessarar illu meðferðar, sérstaklega í ljósi þess að hann var blásaklaus.
Í ofanálag stóðu þessir erfiðleikar ekki aðeins yfir í stuttan tíma. Samkvæmt frásögunni var Jósef „hafður í haldi“ í fangelsinu. Hann var árum saman í þessari hræðilegu prísund.a Og hann hafði ekki hugmynd um hvort hann myndi nokkurn tíma losna úr fangelsinu. Hvernig tókst honum að halda í vonina og þrauka eftir að fyrsta áfallið leið hjá og dagarnir urðu að vikum og vikurnar að mánuðum?
-
-
„Hvers vegna skyldi ég þá aðhafast svo illt?“Varðturninn – 2015 | 1. janúar
-
-
a Frásaga Biblíunnar gefur til kynna að Jósef hafi verið um 17 eða 18 ára gamall þegar hann var færður inn á heimili Pótífars og að hann hafi líklega verið þar í nokkur ár. Hann var þrítugur þegar honum var sleppt úr fangelsinu. – 1. Mósebók 37:2; 39:6; 41:46.
-