-
Til viðhalds lífi á hungurtímumVarðturninn – 1987 | 1. september
-
-
1. Hvaða viturlegar ráðstafanir gerði Jósef á nægtaárunum og með hvaða árangri?
STRAX og Jósef hafði verið skipaður matvælaráðherra fór hann hringferð um Egyptaland. Hann sá um að allt væri til reiðu þegar nægtaárin sjö gengu í garð. Nú gaf landið stórkostlega uppskeru! Jósef safnaði umframuppskeru af ökrunum umhverfis hverja borg í korngeymslur í borginni. Hann „hrúgaði saman korni sem sandi á sjávarströndu, ákaflega miklu, þar til hann hætti að telja, því að tölu varð eigi á komið.“ — 1. Mósebók 41:46-49.
-
-
Til viðhalds lífi á hungurtímumVarðturninn – 1987 | 1. september
-
-
4. Hvernig svarar starf ‚þjónshópsins‘ til þeirra ráðstafana sem gerðar voru á dögum Jósefs?
4 Trúfastar leifar þessa ‚hyggna þjónshóps‘ beita nú á dögum öllum biblíulegum ráðum til að vígðir vottar Jehóva, svo og allt áhugasamt fólk í heiminum, njóti andlegrar fæðu sem viðheldur lífi þeirra. Þeir líta á þetta trúnaðarstarf sem heilaga skyldu og inna það af hendi sem heilaga þjónustu við Jehóva. ‚Þjónninn‘ hefur auk þess stofnað söfnuði og séð þeim fyrir biblíuritum í slíku magni að þeir hafi nóg „sáðkorn“ til að sá í þá akra sem þeir hafa umsjá með. Það svarar til daga Jósefs þegar hann safnaði fólkinu í borgir og sá því fyrir korni, ekki aðeins til viðurværis heldur líka til útsæðis með síðari uppskeru í huga. — 1. Mósebók 47:21-25; Markús 4:14, 20; Matteus 28:19, 20.
5. (a) Hvaða sérstakan gaum gefur ‚þjónninn‘ heimafólkinu á krepputímum? (b) Hvernig er hin andlega fæða ársins 1986 í samanburði við matvælabirgðirnar á dögum Jósefs?
5 Jafnvel þegar hin opinbera prédikun er bönnuð og vottar Jehóva ofsóttir lítur hinn ‚trúi þjónn‘ á þessa miðlun andlegrar fæðu sem heilagt trúnaðarstarf. (Postulasagan 5:29, 41, 42; 14:19-22) Þegar náttúruhamfarir verða, svo sem stormar, flóð og jarðskjálftar, sér ‚þjónninn‘ um að bæði líkamlegum og andlegum þörfum heimamanna Guðs sé fullnægt. Hinu prentaða orði hefur verið komið til þjóna Guðs jafnvel í fangabúðum. Landamæri þjóða í milli fá ekki stöðvað straum andlegrar fæðu til þeirra sem þarfnast hennar. Það að halda straumi andlegrar fæðu gangandi krefst hugrekkis, trúar á Jehóva og oft töluverðrar hugvitssemi. Árið 1986 framleiddi ‚þjónninn‘ um allan heim straum 43.958.303 biblía og innbundinna bóka, auk 550.216.455 tímarita — sannarlega ‚sem sandur á sjávarströndu, ákaflega mikið.‘
-