-
Hlýðum þeim sem Guð hefur falið forystuVarðturninn – 2002 | 1. september
-
-
13. (a) Af hverju var það hrokafullt af uppreisnarmönnunum að færa Jehóva reykelsisfórn? (b) Hvað gerði Jehóva við uppreisnarmennina?
13 Samkvæmt lögmáli Guðs máttu aðeins prestar færa reykelsisfórnir. Tilhugsunin um að levíti, sem ekki var prestur, færði Jehóva reykelsisfórn hefði átt að fá þessa uppreisnarmenn til að hugsa. (2. Mósebók 30:7; 4. Mósebók 4:16) En Kóra og stuðningsmenn hans létu engan bilbug á sér finna. Daginn eftir ‚safnaði Kóra í móti Móse og Aron öllum flokki sínum fyrir dyrum samfundatjaldsins.‘ Frásagan segir: „Drottinn talaði við þá Móse og Aron og sagði: ‚Skiljið ykkur frá þessum hóp, og mun ég á augabragði eyða þeim.‘“ En Móse og Aron sárbændu Jehóva um að þyrma lífi fólksins. Jehóva féllst á bæn þeirra. En hvað varð um Kóra og menn hans? „Eldur gekk út frá Drottni og eyddi þeim tvö hundruð og fimmtíu mönnum, er báru fram reykelsið.“ — 4. Mósebók 16:19-22, 35.c
-
-
Hlýðum þeim sem Guð hefur falið forystuVarðturninn – 2002 | 1. september
-
-
c Á ættfeðratímanum kom hvert fjölskylduhöfuð fram fyrir Guð fyrir hönd konu sinnar og barna og færði meira að segja fórnir í þeirra þágu. (1. Mósebók 8:20; 46:1; Jobsbók 1:5) En þegar lögmálið tók gildi skipaði Jehóva karlmenn úr fjölskyldu Arons sem presta og þeir áttu að færa fórnirnar fyrir fólkið. Þessir 250 uppreisnarmenn voru greinilega ekki tilbúnir að fylgja þessari nýju ráðstöfun.
-