-
Læturðu það sem ritað er hafa áhrif á hjarta þitt?Varðturninn (námsútgáfa) – 2017 | mars
-
-
12 Biblían lætur ósagt hvað olli því að Hiskía varð hrokafullur í hjarta sér. Ætli það hafi verið sigurinn yfir Assýringum eða að hann læknaðist fyrir kraftaverk? Skyldi það hafa verið það að hann varð „mjög auðugur og mikils metinn“? Hver sem ástæðan var varð hann hrokafullur og „endurgalt ekki þá velvild, sem honum hafði verið sýnd“. En dapurlegt. Hiskía bakaði sér vanþóknun Jehóva um tíma þó að hann hefði þjónaði honum af öllu hjarta. „En Hiskía auðmýkti sig“ síðar og þess vegna kom reiði Guðs ekki yfir hann og þjóðina. – 2. Kron. 32:25-27; Sálm. 138:6.
-
-
Læturðu það sem ritað er hafa áhrif á hjarta þitt?Varðturninn (námsútgáfa) – 2017 | mars
-
-
14 Þegar okkur er hrósað ættum við að gera eins og Jesús hvatti til. Hann sagði: ,Þegar þér hafið gert allt sem yður var boðið skuluð þér segja: „Ónýtir þjónar erum vér. Vér höfum gert það eitt sem oss bar að gera.“‘ (Lúk. 17:10) Enn og aftur getum við dregið lærdóm af Hiskía. Hroki hans birtist í því að hann „endurgalt ekki þá velvild, sem honum hafði verið sýnd“. Það er gott að íhuga hve mikið Jehóva hefur gert fyrir okkur. Það auðveldar okkur að forðast viðhorf sem hann hatar. Við getum talað með þakklæti um hann því að hann gaf okkur bæði Biblíuna og heilagan anda sem gerir okkur kleift að gera verkefnum okkar góð skil.
-