-
Þið eruð helguðVarðturninn – 2013 | 15. ágúst
-
-
5, 6. Hverjir voru Eljasíb og Tobía og hver kann að vera ástæðan fyrir því að Eljasíb umgekkst hann?
5 Lestu Nehemíabók 13:4-9. Við getum orðið fyrir spillandi áhrifum úr öllum áttum þannig að það er ekki auðvelt fyrir okkur að vera heilög. Hvaða lærdóm má draga af þeim Eljasíb og Tobía? Eljasíb var æðsti prestur og Tobía var Ammoníti og trúlega lágt settur embættismaður Persa í Júdeu. Tobía og félagar hans höfðu beitt sér gegn Nehemía þegar hann lét endurreisa múra Jerúsalem. (Neh. 2:10) Ammonítum var bannað að koma inn á musterissvæðið. (5. Mós. 23:3) Af hverju skyldi þá æðsti presturinn hafa látið manni eins og Tobía í té matsal í musterinu?
6 Tobía og Eljasíb voru góðir vinir. Tobía og Jóhanan, sonur hans, voru giftir Gyðingakonum og margir Gyðingar höfðu miklar mætur á Tobía. (Neh. 6:17-19) Einn sonarsonur Eljasíbs var tengdasonur Sanballats en hann var landstjóri í Samaríu og einn nánasti vinur Tobía. (Neh. 13:28) Þessi tengsl skýra ef til vill hvers vegna Eljasíb æðsti prestur leyfði heiðnum andstæðingi að hafa áhrif á sig. En Nehemía sýndi Jehóva hollustu með því að henda öllum húsgögnum Tobía út úr matsalnum.
-
-
Þið eruð helguðVarðturninn – 2013 | 15. ágúst
-
-
8. Hvað ættu allir vígðir þjónar Jehóva að hafa hugfast varðandi félagsskap?
8 Við skulum hafa hugfast að „vondur félagsskapur spillir góðum siðum“. (1. Kor. 15:33) Vera má að einstaka ættingjar hafi ekki sérlega jákvæð áhrif á okkur. Eljasíb hafði verið þjóðinni góð fyrirmynd með því að styðja Nehemía heilshugar þegar hann endurbyggði múra Jerúsalem. (Neh. 3:1) En óheilnæm áhrif Tobía og annarra virðast hafa orðið til þess að Eljasíb braut síðar gegn boðum Jehóva og var því ekki hreinn í augum hans. Góðir félagar hvetja okkur til að temja okkur góða siði eins og að lesa í Biblíunni, sækja safnaðarsamkomur og boða fagnaðarerindið. Við kunnum vel að meta ættingja sem hvetja okkur til að gera rétt.
-