-
Gefðu gaum að dásemdarverkum GuðsVarðturninn – 2001 | 1. maí
-
-
3. Um hvað spurði Guð í Jobsbók 38:22, 23, 25-29?
3 Guð spurði Job: „Hefir þú komið til forðabúrs snjávarins og séð forðabúr haglsins, sem ég hefi geymt til tíma neyðarinnar, til orustu- og ófriðardagsins?“ Snjór og hagl tilheyra lífinu í sumum heimshlutum. Guð hélt áfram: „Hver hefir búið til rennu fyrir steypiregnið og veg fyrir eldingarnar til þess að láta rigna yfir mannautt land, yfir eyðimörkina, þar sem enginn býr, til þess að metta auðnir og eyðilönd og láta grængresi spretta? Á regnið föður eða hver hefir getið daggardropana? Af kviði hverrar er ísinn útgenginn, og hrím himinsins — hver fæddi það?“ — Jobsbók 38:22, 23, 25-29.
-
-
Gefðu gaum að dásemdarverkum GuðsVarðturninn – 2001 | 1. maí
-
-
7. Hversu tæmandi er þekking mannsins á regninu?
7 Og hvað um regnið? Guð spurði Job: „Á regnið föður eða hver hefir getið daggardropana?“ Sama alfræðibók segir: „Hreyfingar andrúmsloftsins eru svo flóknar og innihald vatnsgufu og rykagna svo gríðarlega breytilegt að ógerlegt virðist að setja saman ítarlega og almenna kenningu um myndun skýja og úrkomu.“ Einföldum þetta aðeins: Vísindamenn hafa sett fram ítarlegar kenningar en geta ekki skýrt regnið til fullnustu. En þú veist að skýin skila regni sem vökvar jörðina, viðheldur jurtum og gerir lífið mögulegt og þægilegt.
-