-
Allir skulu boða dýrð JehóvaVarðturninn – 2004 | 1. janúar
-
-
1, 2. Hvernig fær Jehóva lof og hverjir eru hvattir til að taka undir?
DAVÍÐ Ísaíson ólst upp sem fjárhirðir í námunda við Betlehem. Oft hlýtur hann að hafa starað upp í víðáttur næturhiminsins er hann gætti sauða föður síns í kyrrlátum og einmanalegum úthögum. Þess konar minningar hafa án efa komið upp í huga hans þegar heilagur andi Guðs blés honum í brjóst að semja og syngja hin fallegu orð í 19. sálminum: „Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa. Og þó fer hljómur þeirra um alla jörðina, og orð þeirra ná til endimarka heims.“ — Sálmur 19:2, 5.
2 Hinn stórfenglegi himinn, sköpunarverk Jehóva, boðar dýrð hans orðalaust dag eftir dag, nótt eftir nótt. Sköpunin lætur aldrei af að boða dýrð Guðs og við erum minnt á smæð okkar þegar þessi þögli vitnisburður fer um „alla jörðina“, og allir íbúar hennar taka eftir því. En hinn þögli vitnisburður sköpunarverksins nægir ekki einn sér. Trúfastir menn eru hvattir til að taka undir með raust sinni. Ónefndur sálmaritari ávarpaði trúfasta tilbiðjendur með þessum innblásnu orðum: „Tjáið Drottni vegsemd og vald. Tjáið Drottni dýrð þá, er nafni hans hæfir.“ (Sálmur 96:7, 8) Þeim sem eiga náið samband við Jehóva er mikið í mun að bregðast við þessari hvatningu. En hvað er fólgið í því að tjá Guði dýrð?
-
-
Allir skulu boða dýrð JehóvaVarðturninn – 2004 | 1. janúar
-
-
6. Hvernig heimfærði Páll Sálm 19:5?
6 Páll spyr síðan rökfastra spurninga: „Hvernig eiga þeir að ákalla þann, sem þeir trúa ekki á? Og hvernig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekki heyrt um? Og hvernig eiga þeir að heyra, án þess að einhver prédiki?“ (Rómverjabréfið 10:14, 15) Páll segir um Ísraelsmenn: „Þeir hlýddu ekki allir fagnaðarerindinu.“ Hvers vegna hlýddu Ísraelsmenn ekki? Það var ekki af því að þá skorti tækifæri heldur af því að þá skorti trú. Páll sýnir fram á það með því að vitna í Sálm 19:5 og heimfærir versið upp á boðunarstarf kristinna manna en ekki upp á þöglan vitnisburð sköpunarverksins. Hann segir: „Jú, vissulega, ,raust þeirra hefur borist út um alla jörðina og orð þeirra til endimarka heimsbyggðarinnar.‘“ (Rómverjabréfið 10:16, 18) Já, rétt eins og lífvana sköpunin vegsamar Jehóva, prédikuðu frumkristnir menn fagnaðarerindi hjálpræðisins hvarvetna og lofuðu þannig Guð um „alla jörðina“. Páll lýsti því einnig í Kólossubréfinu hversu víða boðskapurinn hafði breiðst út. Hann sagði að fagnaðarerindið hefði verið prédikað „fyrir öllu, sem skapað er undir himninum“. — Kólossubréfið 1:23.
-