-
Hvernig get ég orðið vinur Guðs?Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
-
-
Það er önnur hlið á vináttunni við Guð sem þú mátt ekki leiða hjá þér. Sálmaritarinn Davíð skrifaði: „Finnið og sjáið að Drottinn er góður.“ (Sálmur 34:9) Þegar Davíð orti 34. sálminn var hann nýbúinn að verða fyrir erfiðri lífsreynslu. Hann var á flótta undan Sál konungi sem vildi drepa hann — og það eitt var nógu skelfilegt í sjálfu sér. En síðan þurfti hann líka að leita sér skjóls hjá óvinum sínum, Filistum. Davíð virtist eiga dauðann vísan en hann sýndi kænsku með því að þykjast vera veikur á geði og náði að komast undan. — 1. Samúelsbók 21:10-15.
Davíð hrósaði ekki sjálfum sér af því að komast svona naumlega undan heldur gaf hann Jehóva heiðurinn. Nokkrum versum á undan í sama sálmi skrifaði Davíð: „Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu sem ég hræddist.“ (Sálmur 34:5) Það var vegna eigin reynslu sem Davíð gat hvatt aðra til að ,finna og sjá að Drottinn er góður‘.a
-
-
Hvernig get ég orðið vinur Guðs?Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
-
-
a Sumar biblíuþýðingar þýða orðin „finnið og sjáið“ sem „uppgötvið það sjálf“, „komist sjálf að raun um“ og „þið munuð sjá það af eigin reynslu“. — Contemporary English Version, Today’s English Version og The Bible in Basic English.
-