KAFLI 55
Styddu heimasöfnuðinn þinn
Milljónir manna þjóna Jehóva með gleði í mörg þúsund söfnuðum um allan heim. Þeir eru þakklátir fyrir kennsluna og leiðsögnina sem þeir fá og þeir styðja söfnuðinn fúslega á marga vegu. Hugsar þú þannig um söfnuðinn þinn?
1. Hvernig geturðu notað tíma þinn og orku í að styðja söfnuðinn?
Við getum öll hjálpað til í söfnuðinum. Eru til dæmis einhverjir í söfnuðinum þínum aldraðir eða veikburða? Geturðu boðið þeim far á samkomu? Eða geturðu hjálpað þeim með eitthvað annað, eins og innkaup eða húsverkin? (Lestu Jakobsbréfið 1:27.) Við getum líka boðið okkur fram við þrif eða viðhald á ríkissalnum. Það þvingar okkur enginn til að gera þetta. Kærleikur til Guðs og til trúsystkina fær okkur til að ‚bjóða okkur fúslega fram‘. – Sálmur 110:3.
Skírðir vottar geta stutt söfnuðinn á fleiri vegu. Hæfir bræður geta orðið safnaðarþjónar og með tímanum öldungar. Bæði bræður og systur geta stutt boðunina með því að vera brautryðjendur. Sumir vottar geta aðstoðað með því að hjálpa til við að reisa tilbeiðslustaði eða flytja til safnaðar sem þarf aðstoð.
2. Hvernig getum við stutt söfnuðinn með efnislegum eigum okkar?
Við getum ‚heiðrað Jehóva með verðmætum okkar‘. (Orðskviðirnir 3:9) Við teljum það heiður að mega styðja söfnuðinn okkar og alþjóðastarfið fjárhagslega. (Lestu 2. Korintubréf 9:7.) Framlög okkar eru líka notuð til að veita neyðaraðstoð. Margir kjósa að „leggja eitthvað fyrir“ reglulega til að gefa í frjáls framlög. (Lestu 1. Korintubréf 16:2.) Við getum sett í framlagabaukana á tilbeiðslustöðum okkar eða gefið framlög á netinu á donate.jw.org. Jehóva gefur okkur tækifæri til að sýna kærleika okkar til hans með því hvernig við notum efnislegar eigur okkar.
KAFAÐU DÝPRA
Kynntu þér nokkrar leiðir til að styðja söfnuðinn.
3. Við getum gefið framlög
Jehóva og Jesús elska glaðan gjafara. Jesús tók til dæmis eftir fátækri ekkju og því sem hún lagði á sig til að gefa framlag. Lesið Lúkas 21:1–4 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Þurfum við að gefa stórar upphæðir til að gleðja Jehóva?
Hvernig líta Jehóva og Jesús á framlög sem við gefum með glöðu geði?
Spilið MYNDBANDIÐ til að fræðast um það hvernig framlög okkar eru notuð. Ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig eru framlögin notuð til gagns fyrir söfnuði um allan heim?
4. Við getum boðið fram hjálp
Tilbiðjendur Jehóva á biblíutímanum lögðu sig fram um að viðhalda tilbeiðslustöðum sínum. Það fól fleira í sér en að gefa peninga. Lesið 2. Kroníkubók 34:9–11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig átti hver og einn Ísraelsmaður þátt í að annast hús Jehóva?
Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvernig vottar Jehóva fylgja þessu fordæmi. Ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvers vegna er mikilvægt að halda ríkissölum okkar hreinum og í góðu ásigkomulagi?
Hvernig geturðu lagt þitt af mörkum?
5. Bræður geta sóst eftir meiri ábyrgð
Biblían hvetur skírða bræður til að gera eins mikið og þeir geta til að styðja söfnuðinn. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá dæmi um bróður sem gerði það. Ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvað gerði Reynir til að hjálpa meira til í söfnuðinum?
Biblían segir hverjar hæfniskröfurnar eru fyrir safnaðarþjóna og öldunga. Lesið 1. Tímóteusarbréf 3:1–13 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
EINHVER GÆTI SPURT: „Hvernig fjármagna Vottar Jehóva starfsemi sína?“
Hvernig myndir þú svara?
SAMANTEKT
Jehóva metur mikils það sem við leggjum á okkur til að styðja söfnuðinn með tíma okkar, orku og efnislegum eigum.
Upprifjun
Hvernig getum við notað tíma okkar og orku í að styðja söfnuðinn?
Hvernig getum við stutt söfnuðinn með efnislegum eigum okkar?
Hvernig myndir þú vilja styðja söfnuðinn?
KANNAÐU
Lestu um hvers vegna Guð krefst ekki lengur að þjónar sínir borgi tíund.
Biblían ætlar skírðum bræðrum ákveðin hlutverk. En hvað ef systir þarf að sinna þeim?
Hvernig virkar fyrirkomulagið um forystu í söfnuðinum? (Varðturninn febrúar 2021)
Kynnstu hugrökkum vottum sem leggja mikið á sig til að færa trúsystkinum sínum rit.
Kynntu þér hvernig Vottar Jehóva fjármagna starfsemi sína ólíkt öðrum trúfélögum.