-
„Huggið lýð minn!“Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
12, 13. (a) Hvers vegna er hægt að treysta endurreisnarfyrirheitinu? (b) Hvaða fagnaðarfréttir fá Gyðingarnir í útlegðinni og af hverju geta þeir treyst Guði?
12 Jesaja tilgreinir aðra ástæðu fyrir því að hægt er að treysta endurreisnarfyrirheitinu. Sá sem gaf það er sterkur og lætur sér innilega annt um fólk sitt. Jesaja heldur áfram: „Stíg upp á hátt fjall, þú Síon fagnaðarboði! Hef upp raust þína kröftuglega, þú Jerúsalem fagnaðarboði! Hef upp raustina, óttast eigi, seg borgunum í Júda: ‚Sjá, Guð yðar kemur!‘ Sjá, hinn alvaldi [Jehóva] kemur sem hetja, og armleggur hans aflar honum yfirráða. Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og fengur hans fer á undan honum. Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar.“ — Jesaja 40:9-11.
13 Siður var á biblíutímanum að konur fögnuðu sigri í bardaga með því að syngja um hann eða léttinn sem af honum myndi hljótast. (1. Samúelsbók 18:6, 7; Sálmur 68:12) Jesaja gefur til kynna í spádómnum að hinir útlægu fái fagnaðarfréttir sem hægt sé að kalla kröftuglega og óttalaust, jafnvel ofan af fjallstindunum: Jehóva ætlar að leiða fólk sitt heim til Jerúsalem! Það má treysta því vegna þess að Jehóva kemur sterkur eins og voldug „hetja“ og ekkert getur hindrað að hann efni loforð sitt.
-
-
„Huggið lýð minn!“Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
15. (a) Hvenær kom Jehóva „sem hetja“ og hver er ‚armleggurinn sem aflar honum yfirráða‘? (b) Hvaða fagnaðartíðindi þarf að boða óttalaust?
15 Orð Jesaja hafa spádómlega merkingu fyrir okkar daga. Jehóva kom „sem hetja“ árið 1914 og stofnsetti ríki sitt á himnum. ‚Armleggurinn sem aflar honum yfirráða‘ er sonurinn Jesús Kristur sem hann hefur sett í hásæti á himnum. Jehóva frelsaði smurða þjóna sína á jörð úr fjötrum Babýlonar hinnar miklu árið 1919 og hófst handa við að endurreisa hreina tilbeiðslu að fullu. Þetta eru fagnaðartíðindi sem boða þarf óttalaust, rétt eins og það sé hrópað ofan af fjallstindum svo að það berist um víðan völl. Við skulum því hefja upp raustina og kunngera djarfmannlega að Jehóva hefur endurreist hreina tilbeiðslu á jörðinni.
-