-
Jehóva upphefur þjón sinn, MessíasSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
-
-
21, 22. (a) Hvað tók Messías á sig fyrir aðra? (b) Hvernig litu margir á Messías og hvernig náðu þjáningar hans hámarki?
21 Af hverju þurfti Messías að þjást og deyja? Jesaja svarar: „En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en [Jehóva] lét misgjörð vor allra koma niður á honum.“ — Jesaja 53:4-6.
22 Messías bar þjáningar og harmkvæli annarra. Hann létti byrðar þeirra með því að leggja þær á eigin herðar, ef svo má segja. Og þar eð þjáningarnar og harmkvælin eru afleiðing af syndugu eðli mannsins bar Messías syndir annarra. Margir skildu ekki ástæðuna fyrir þjáningum hans og töldu að Guð væri að refsa honum með því að slá hann andstyggilegum sjúkdómi.c Þjáningar hans náðu hámarki er hann var særður og kraminn. Þetta eru sterk orð og lýsa því að hann hafi verið drepinn með kvalafullum hætti. En dauði hans friðþægir og er forsenda þess að Guð geti endurheimt þá sem eigra um í villu og synd. Dauði hans hjálpar þeim að eignast frið við Guð.
-
-
Jehóva upphefur þjón sinn, MessíasSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
-
-
24. (a) Af hverju virtist mörgum sem Guð væri að ‚refsa‘ Jesú? (b) Hvers vegna þjáðist Jesús og dó?
24 En mörgum virtist engu að síður sem Guð væri að ‚refsa‘ Jesú. Var það ekki að undirlagi hinna virtu trúarleiðtoga sem hann þjáðist? En við skulum hafa hugfast að hann drýgði engar syndir sem hann þurfti að líða fyrir. „Kristur leið einnig fyrir yður,“ segir Pétur, „og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor. ‚Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í munni hans.‘ Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir.“ (1. Pétursbréf 2:21, 22, 24) Öll vorum við einu sinni glataðir syndarar, eins og „villuráfandi sauðir.“ (1. Pétursbréf 2:25) En Jehóva lét Jesú kaupa okkur lausa frá syndinni. Hann lét syndir okkar „koma niður á honum.“ Jesús var syndlaus en þjáðist fúslega fyrir syndir okkar, og með því að deyja smánardauða á kvalastaur, án saka, gerði hann okkur mögulegt að ná sáttum við Guð.
-