-
Óbyrjan fagnarSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
-
-
Hver er ‚óbyrjan‘?
3. Af hverju á ‚óbyrjan‘ eftir að gleðjast?
3 Fimmtugasti og fjórði kaflinn hefst í glaðlegum tón: „Fagna, þú óbyrja, sem ekki hefir fætt! Hef upp gleðisöng, lát við kveða fagnaðaróp, þú sem eigi hefir haft fæðingarhríðir! Því að börn hinnar yfirgefnu munu fleiri verða en giftu konunnar, — segir [Jehóva].“ (Jesaja 54:1) Jesaja hlýtur að hafa notið þess að flytja þessi orð. Og þau hafa verið sérstaklega hughreystandi fyrir Gyðinga í útlegðinni í Babýlon. Jerúsalem lá enn í eyði þegar hér var komið sögu. Frá mannlegum bæjardyrum séð virtist ekki meiri von um að hún yrði byggð að nýju en að óbyrja eignaðist börn í ellinni. En þessi „óbyrja“ á mikla blessun í vændum því að hún á að eignast börn. Jerúsalem verður frá sér numin af gleði. Enn á ný skal hún fyllast ‚börnum‘ eða íbúum.
4. (a) Hvernig sýnir Páll postuli fram á að 54. kafli Jesajabókar hljóti að rætast í fullkomnari mæli en hann gerði árið 537 f.o.t.? (b) Hver er „Jerúsalem, sem í hæðum er“?
4 Jesaja veit kannski ekki að þessi spádómur á að rætast oftar en einu sinni. Páll postuli vitnar í 54. kafla Jesajabókar og útskýrir að ‚óbyrjan‘ tákni mun mikilvægari hlut en hina jarðnesku Jerúsalemborg. Hann skrifar: „Jerúsalem, sem í hæðum er, er frjáls, og hún er móðir vor.“ (Galatabréfið 4:26) Hver er ‚Jerúsalem í hæðum‘? Ljóst er að það er ekki átt við borgina Jerúsalem í fyrirheitna landinu. Hún er jarðnesk en ekki „í hæðum“ himinsins. ‚Jerúsalem í hæðum‘ er himnesk ‚kona‘ Guðs, andaveruskipulag hans.
5. Hvað táknar hver í sjónleiknum sem lýst er í Galatabréfinu 4:22-31: (a) Abraham? (b) Sara? (c) Ísak? (d) Hagar? (e) Ísmael?
5 En hvernig getur Jehóva átt tvær táknrænar konur, aðra á himni en hina á jörð? Er eitthvert ósamræmi í því? Alls ekki. Páll postuli bendir á að svarið sé fólgið í hinni spádómlegu fyrirmynd sem fjölskylda Abrahams var. (Galatabréfið 4:22-31; sjá „Fjölskylda Abrahams er spádómleg fyrirmynd,“ á bls. 218.) Sara, ‚frjálsa konan“ og eiginkona Abrahams, táknar andaveruskipulag Jehóva sem líkt er við eiginkonu. Hagar, ambáttin og hjákona Abrahams, táknar hina jarðnesku Jerúsalem.
6. Í hvaða skilningi var himneskt skipulag Guðs ófrjótt lengi vel?
6 Með þessar upplýsingar að bakhjarli byrjar hin djúpstæða merking Jesaja 54:1 að renna upp fyrir okkur. Sara eignaðist Ísak níræð að aldri, eftir áratugalanga ófrjósemi. Himneskt skipulag Jehóva var líka ófrjótt um langa hríð. Strax í Eden lofaði Jehóva því að „kona“ sín skyldi eignast ‚sæði‘ eða afkvæmi. (1. Mósebók 3:15) Meira en 2000 árum síðar gerði Jehóva sáttmálann við Abraham um hið fyrirheitna sæði. En himnesk „kona“ Guðs þurfti að bíða enn í margar aldir áður en afkvæmið kom fram. Svo rann upp sá tími að börn þessarar fyrrverandi ‚óbyrju‘ urðu fleiri en börn Ísraels að holdinu. Samlíkingin við óbyrjuna varpar ljósi á það hvers vegna englarnir voru svona ákafir að sjá hið fyrirheitna sæði koma fram. (1. Pétursbréf 1:12) Hvenær gerðist það?
7. Hvenær hafði ‚Jerúsalem í hæðum‘ tilefni til að gleðjast eins og boðað var í Jesaja 54:1? Rökstyddu svarið.
7 Fæðing Jesú á jörð var englunum mikið gleðiefni. (Lúkas 2:9-14) En Jesaja 54:1 fjallaði ekki um þann atburð. Jesús varð ekki andlegur sonur ‚Jerúsalem í hæðum‘ fyrr en hann var getinn af heilögum anda árið 29, en þá viðurkenndi Guð hann opinberlega sem ‚elskaðan son sinn.‘ (Markús 1:10, 11; Hebreabréfið 1:5; 5:4, 5) Það var þá sem himnesk „kona“ Guðs hafði ástæðu til að gleðjast eins og boðað var í Jesaja 54:1. Loksins var hún búin að geta hið fyrirheitna sæði, Messías! Aldalöng ófrjósemi hennar var á enda. En fögnuði hennar lauk ekki með því.
Óbyrjan eignast fjölda barna
8. Af hverju hafði himnesk „kona“ Guðs ástæðu til að gleðjast eftir að hún eignaðist hið fyrirheitna sæði?
8 Eftir dauða Jesú og upprisu gat himnesk „kona“ Guðs glaðst yfir því að endurheimta uppáhaldsson sinn. Hann var „frumburðurinn frá hinum dauðu.“ (Kólossubréfið 1:18) Þá fór hún að eignast fleiri andleg börn. Um 120 fylgjendur Jesú voru smurðir heilögum anda á hvítasunnu árið 33. Þar með voru þeir ættleiddir sem samerfingjar Krists. Þrjú þúsund bættust við síðar sama dag. (Jóhannes 1:12; Postulasagan 1:13-15; 2:1-4, 41; Rómverjabréfið 8:14-16) Börnunum fjölgaði jafnt og þétt. Á fyrstu öldum fráhvarfsins frá sannri kristni hægði mjög á fjölguninni. En það breyttist aftur á 20. öld.
-
-
Óbyrjan fagnarSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
-
-
[Mynd á blaðsíðu 220]
Jesús var smurður heilögum anda eftir skírnina og þá hófst mikilvægasta uppfylling Jesaja 54:1.
-