-
‚Fagnið ævinlega yfir því sem ég skapa‘Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
-
-
Loforð um örugga framtíð
27. Hvernig lýsir Jesaja öryggi Gyðinga þegar þeir koma heim í land sitt?
27 Hvernig var lífið hjá hinum heimkomnu Gyðingum undir stjórn nýja himinsins þegar spádómurinn rættist upphaflega? Jehóva segir: „Eigi skal þar framar vera nokkurt ungbarn, er aðeins lifi fáa daga, né nokkurt gamalmenni, sem ekki nái fullum aldri, því að sá er þar ungur maður, sem deyr tíræður, og sá sem ekki nær tíræðisaldri skal álítast einskis verður.“ (Jesaja 65:20) Þetta er falleg lýsing á því öryggi sem hinir heimkomnu útlagar munu búa við eftir að hafa byggt ættjörðina að nýju. Ungbörn deyja ekki fáeinum dögum eftir fæðingu og fullorðnir deyja ekki um aldur fram heldur ná fullum aldri. Orð Jesaja hljóta að vera sérstaklega uppörvandi fyrir Gyðingana sem snúa heim til Júda. Þeir verða óhultir í landinu og þurfa ekki að óttast að óvinir taki börn þeirra eða drepi karlmennina.
28. Hvað lærum við af orðum Jehóva um lífið í nýja heiminum?
28 Hvað gefa orð Jehóva til kynna um lífið í nýja heiminum sem framundan er? Öll börn, sem fæðast í ríki Guðs, eiga örugga framtíð fyrir sér. Guðhræddir menn deyja ekki í blóma lífsins heldur verða hlýðnir menn óhultir og öruggir og geta notið þess að lifa. Þeir sem kjósa að gera uppreisn gegn Guði missa þau sérréttindi að fá að lifa. Uppreisnargjarn syndari deyr þótt hann sé „tíræður“ og er þá „ungur maður“ í samanburði við eilífðina sem hann átti kost á.
-
-
‚Fagnið ævinlega yfir því sem ég skapa‘Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2. bindi
-
-
d Tré lifa lengst allra lífvera og eru því viðeigandi tákn um langlífi. Olíutré ber ávöxt um aldaraðir og getur náð þúsund ára aldri, svo dæmi sé tekið.
-