-
Færð þú inngöngu í nýja heiminn?Varðturninn – 2000 | 1. júní
-
-
6. Hvað boðar fjórði spádómurinn um „nýjan himin og nýja jörð“?
6 Við skulum nú líta síðasta staðinn af þeim fjórum þar sem talað er um ‚nýjan himin og nýja jörð.‘ Þetta er Jesajabók 66:22-24 þar sem stendur: „Eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti — segir [Jehóva] — eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt. Og á mánuði hverjum, tunglkomudaginn, og á viku hverri, hvíldardaginn, skal allt hold koma til þess að falla fram fyrir mér — segir [Jehóva]. Þeir munu ganga út og sjá hræ þeirra manna, er rofið hafa trú við mig. Því að ormur þeirra mun ekki deyja og eldur þeirra ekki slokkna, og þeir munu viðurstyggð vera öllu holdi.“
7. Hvers vegna getum við ætlað að Jesaja 66:22-24 rætist í framtíðinni?
7 Þessi spádómur rættist hjá Gyðingum er þeir settust aftur að í landi sínu, en hann á sér líka aðra uppfyllingu. Hún hlýtur að eiga sér stað einhvern tíma eftir að Síðara Pétursbréf og Opinberunarbókin voru skrifuð því að þar er talað um ‚nýjan himin og nýja jörð‘ framtíðarinnar. Við megum búast við stórfenglegri lokauppfyllingu í nýja heiminum. Lítum á sumt af því sem við getum hlakkað til.
-
-
Færð þú inngöngu í nýja heiminn?Varðturninn – 2000 | 1. júní
-
-
9 Trúir þjónar Guðs tilheyra nýju jörðinni sem er samfélag sannra tilbiðjenda hans í nýja heiminum, og þeir munu standa vegna þess að þeir tilbiðja skapara allra hluta í hreinleika. Tilbeiðsla þeirra verður ekki tækifæris- eða tilviljunarkennd. Lögmálið, sem Guð gaf Ísrael fyrir milligöngu Móse, kvað á um vissar tilbeiðsluathafnir í hverjum mánuði með nýrri tunglkomu, og í hverri viku á hvíldardeginum. (3. Mósebók 24:5-9; 4. Mósebók 10:10; 28:9, 10; 2. Kroníkubók 2:4) Jesaja 66:23 bendir þannig á reglulega og samfellda tilbeiðslu á Guði viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Guðleysi og trúhræsni verður ekki til heldur mun „allt hold koma til þess að falla fram fyrir“ Jehóva.
-