-
Fyrirheitið um friðarhöfðingjaSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
‚Kenning Guðs og vitnisburður‘
8. Hvað er ‚kenningin‘ og ‚vitnisburðurinn‘ þar sem við ættum að leita leiðsagnar?
8 Lögmál Jehóva með andatrúarbanninu og öðrum boðum er ekki falið í Júda. Það er varðveitt í bók. Núna er orð hans í heild í Biblíunni sem inniheldur bæði lög hans og reglur og einnig frásögn af samskiptum hans við fólk sitt. Þessi frásaga af verkum Jehóva er vitnisburður um eðli hans og eiginleika. Hvert ættu Ísraelsmenn að leita sér til leiðsagnar í stað þess að spyrja hina dánu? „Til kenningarinnar og vitnisburðarins!“ svarar Jesaja. (Jesaja 8:20a) Þeir sem vilja fá sanna upplýsingu ættu að leita hennar í rituðu orði Guðs.
9. Er eitthvert gagn í því fyrir iðrunarlausa syndara að vitna í Biblíuna af og til?
9 Sumir Ísraelsmenn, sem eru að gutla við andatrú, segjast kannski bera virðingu fyrir rituðu orði Guðs. En þetta er innantóm hræsni. Jesaja segir: „Ef menn tala ekki samkvæmt þessu orði, hafa þeir engan morgunroða.“ (Jesaja 8:20b) Hvaða orð er Jesaja að tala um? Kannski orðin: „Til kenningarinnar og vitnisburðarins!“ Vera má að sumir fráhvarfsmenn í Ísrael vísi í orð Guðs, rétt eins og fráhvarfsmenn og fleiri vitna í Biblíuna nú á tímum. En það eru innantóm orð. Að vitna í Biblíuna gefur engan „morgunroða“ eða upplýsingu frá Jehóva ef menn gera ekki jafnframt vilja hans og forðast óhreinar venjur með öllu.b
-
-
Fyrirheitið um friðarhöfðingjaSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
b Hugsanlegt er að ‚þetta orð‘ í Jesaja 8:20 sé yfirlýsingin um andatrúna sem vitnað er til í Jesaja 8:19. Sé það rétt er Jesaja að segja að andatrúarfrömuðirnir í Júda haldi áfram að hvetja aðra til að leita til andamiðla og fái þar af leiðandi enga frekari upplýsingu frá Jehóva.
-