-
Hjálpræði og fögnuður undir stjórn MessíasarSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
6. Hvers konar stjórnandi á Messías að vera?
6 Hvers konar stjórnandi verður Messías? Verður hann eins og hinn grimmi og þrjóski Assúr sem eyddi norðurríkinu Ísrael? Auðvitað ekki. Jesaja segir um Messías: „Yfir honum mun hvíla andi [Jehóva]: Andi vísdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótta [Jehóva]. Unun hans mun vera að óttast [Jehóva].“ (Jesaja 11:2, 3a) Messías er ekki smurður með olíu heldur heilögum anda Guðs. Það gerist við skírn Jesú þegar Jóhannes skírari sér heilagan anda Guðs koma yfir hann í dúfulíki. (Lúkas 3:22) Andi Jehóva ‚hvílir yfir‘ Jesú og það birtist í visku hans, skilningi, ráðspeki, krafti og þekkingu. Þetta eru góðir eiginleikar í fari stjórnanda.
-
-
Hjálpræði og fögnuður undir stjórn MessíasarSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
8. Hvernig hefur Jesús unun af því að óttast Jehóva?
8 Hvers konar ótta ber Messías af Jehóva? Hann er auðvitað ekki hræddur við Guð. Ótti hans er ekki ótti við fordæmingu heldur tilhlýðileg lotning og ástúðleg virðing fyrir Guði. Guðhræddur maður þráir alltaf að gera „það sem [Guði] þóknast“ eins og Jesús. (Jóhannes 8:29) Jesús kennir bæði í orði og verki að ekkert getur verið ánægjulegra en að ganga fram hvern dag í heilnæmum ótta við Jehóva.
Réttlátur og miskunnsamur dómari
9. Hvaða fordæmi setur Jesús þeim sem þurfa að dæma í málum í kristna söfnuðinum?
9 Jesaja boðar fleira í sambandi við eiginleika Messíasar: „Hann mun ekki dæma eftir því, sem augu hans sjá, og ekki skera úr málum eftir því, sem eyru hans heyra.“ (Jesaja 11:3b) Þú myndir vera þakklátur fyrir þess konar dómara ef þú værir leiddur fyrir rétt. Messías er dómari alls mannkyns en hann lætur ekki falsrök, kænlegar réttarflækjur, orðróm eða yfirborðslega þætti, svo sem efnahag, hafa áhrif á sig. Hann sér í gegnum blekkingar og horfir fram hjá óhagstæðu útliti. Hann sér ‚hinn hulda mann hjartans.‘ (1. Pétursbréf 3:4) Óviðjafnanlegt fordæmi Jesú er öllum fyrirmynd sem þurfa að dæma í málum í kristna söfnuðinum. — 1. Korintubréf 6:1-4.
-