-
Lærdómur um ótrúmennskuSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
10. Hvaða framvinda er ills viti fyrir borgina?
10 Jesaja lýsir framvindunni: „Þínir fegurstu dalir fylltust hervögnum, og riddarar tóku sér stöðu fyrir borgarhliðunum. Og hann tók skýluna burt frá Júda.“ (Jesaja 22:7, 8a) Dalverpin fyrir utan Jerúsalem eru full af hervögnum og riddurum sem búast til árásar á borgarhliðin. ‚Skýlan,‘ sem á að taka burt frá Júda, er líklega eitt af borgarhliðunum og það er ekki góðs viti fyrir varnarmenn borgarinnar ef óvinirnir ná því.c Með því að taka burt varnarskýluna er borgin berskjölduð fyrir árásarmönnum.
-
-
Lærdómur um ótrúmennskuSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
11, 12. Hvað gera borgarbúar sér til varnar?
11 Jesaja beinir nú athyglinni að varnartilraunum fólksins. Vopn eru það fyrsta sem mönnum dettur í hug. „Á þeim degi skyggndist þú um eftir herbúnaðinum í Skógarhúsinu, og þér sáuð, að veggskörðin voru mörg í Davíðsborg. Og þér söfnuðuð vatninu í neðri tjörninni.“ (Jesaja 22:8b, 9) Vopn eru geymd í vopnabúrinu í Skógarhúsinu sem Salómon reisti. Það er byggt úr sedrusviði frá Líbanon og er því kallað „Líbanonsskógarhúsið.“ (1. Konungabók 7:2-5) Skörðin í múrnum eru könnuð og menn safna vatni sem er mikilvæg varnaraðgerð. Fólkið lifir ekki án vatns og borgin stendur ekki án þess. En við tökum eftir að það er ekki minnst einu orði á að fólkið leiti liðsinnis Jehóva heldur reiðir það sig á mátt sinn og megin. Gerum aldrei þau mistök. — Sálmur 127:1.
-
-
Lærdómur um ótrúmennskuSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
c ‚Skýla Júda‘ getur líka verið eitthvað annað sem verndar borgina, svo sem virki með vopnabúrum og hermannaskálum.
-