-
Jehóva er konungurSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
13, 14. (a) Hvernig eru uppskerulög Jehóva? (b) Hvernig notar Jesaja uppskerulögin til að lýsa því að sumir lifi af dóm Jehóva? (c) Hverju mega trúfastir Júdamenn treysta þó svo að þrengingadagar séu framundan?
13 Ísraelsmenn slá olíutrén með lurk svo að ólífurnar falli til jarðar. Samkvæmt lögmáli Guðs er þeim óheimilt að gera eftirleit í trjágreinunum til að safna þeim ólífum sem eftir eru. Hið sama gildir um þau vínber sem eftir eru þegar þeir hafa tínt víngarða sína. Það sem eftir er er ætlað fátækum — „útlendingurinn, munaðarleysinginn og ekkjan“ mega tína það. (5. Mósebók 24:19-21) Jesaja byggir á þessu alþekkta lagaákvæði og hughreystir þjóðina með því að einhverjir lifi af hinn komandi dóm Jehóva: „Á jörðinni miðri, á meðal þjóðanna, skal svo fara sem þá er olíuviður er skekinn, sem við eftirtíning að loknum vínberjalestri. Þeir hefja upp raust sína og fagna. Yfir hátign [Jehóva] gjalla gleðiópin í vestri. Vegsamið þess vegna [Jehóva] á austurvegum, nafn [Jehóva], Ísraels Guðs, á ströndum hafsins! Frá ysta jaðri jarðarinnar heyrðum vér lofsöngva: ‚Dýrð sé hinum réttláta!‘“ — Jesaja 24:13-16a.
14 Einhverjir verða eftir þegar Jehóva hefur fullnægt dómi, líkt og einhverjir ávextir eru eftir á olíutrénu og vínviðnum eftir uppskeru, eins og ‚eftirtíningur að loknum vínberjalestri.‘ Spámaðurinn er búinn að minnast á þá í sjötta versi þar sem hann segir að ‚fátt manna sé eftir orðið.‘ En þótt fáir séu komast einhverjir af þegar Jerúsalem og Júda er eytt, og síðar meir snúa leifar þeirra heim úr ánauð og byggja landið að nýju. (Jesaja 4:2, 3; 14:1-5) Þó svo að hjartahreinir menn eigi þrengingatíma í vændum geta þeir treyst á frelsun og fögnuð síðar meir. Þeir munu sjá spádómsorð Jehóva rætast og skilja að Jesaja var sannur spámaður hans. Þeir fyllast fögnuði við að sjá endurreisnarspádómana uppfyllast. Hvar sem þeir eru niður komnir — hvort heldur vestur á ströndum Miðjarðarhafsins, „á austurvegum“ í Babýlon eða annars staðar í fjarlægu landi — lofa þeir Guð af því að þeim hefur verið þyrmt og þeir syngja: „Dýrð sé hinum réttláta!“
-
-
Jehóva er konungurSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
[Mynd á blaðsíðu 265]
Sumir lifa dóm Jehóva af líkt og ávextir eru eftir á tré að lokinni tínslu.
-