-
Vonið á JehóvaSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
21. Hversu alger verður blessunin framundan?
21 „Á hverju háu fjalli og á hverri gnæfandi hæð munu vatnslækir fram fljóta.“ (Jesaja 30:25a)b Hér lýsir spámaðurinn á líkingamáli hversu alger blessun Jehóva verður. Nóg verður af dýrmætu vatninu sem streymir bæði um fjöll og láglendi, meira að segja „á hverju háu fjalli og á hverri gnæfandi hæð.“ Hungur verður liðin tíð. (Sálmur 72:16) En nú beinir spámaðurinn athyglinni enn hærra en til fjallanna: „Þá mun tunglsljósið verða sem sólarljós, og sólarljósið sjöfaldast, eins og sjö daga ljós, þann dag er [Jehóva] bindur um sár þjóðar sinnar og græðir hennar krömdu undir.“ (Jesaja 30:26) Þetta er hrífandi hámark á fögrum spádómi. Dýrð Guðs skín í öllum ljóma sínum. Sjöföld blessun bíður trúrra dýrkenda hans — margfalt meiri en þeir hafa áður kynnst.
-
-
Vonið á JehóvaSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
„Á hverri gnæfandi hæð munu vatnslækir fram fljóta.“
[Mynd á blaðsíðu 312]
-