-
Vonið á JehóvaSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
22. Hvað eiga óguðlegir í vændum, ólíkt hinum trúföstu?
22 Tónninn í boðskap Jesaja breytist nú aftur. „Sjá,“ segir hann, rétt eins og til að ná athygli áheyrenda. „Nafn [Jehóva] kemur úr fjarlægð. Reiði hans bálar og þykkan reykjarmökk leggur upp af. Heiftin freyðir um varir hans og tunga hans er sem eyðandi eldur.“ (Jesaja 30:27) Jehóva hefur enn ekki skorist í leikinn heldur leyft óvinunum að fara sínu fram. En nú nálgast hann til að fullnægja dómi — líkt og þykkur reykjarmökkur eða þrumuský sem nálgast jafnt og þétt. „Andgustur hans er sem ólgandi vatnsfall, það er tekur manni í háls. Hann mun drifta þjóðirnar í sáldi eyðingarinnar og leggja þjóðunum í munn bitil þann, er leiðir þær afvega.“ (Jesaja 30:28) Óvinir þjóðar Guðs verða umkringdir ‚ólgandi vatnsfalli,‘ hristir ofsalega „í sáldi“ og stöðvaðir með ‚bitil í munni.‘ Þeim verður tortímt.
-
-
Vonið á JehóvaSpádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1. bindi
-
-
Jehóva kemur í reiði og þrumuskýi.
-