-
Dómur Jehóva gegn falskennurumVarðturninn – 1994 | 1. ágúst
-
-
17. (a) Hvaða dómur átti að koma yfir hina guðlausu Jerúsalem samkvæmt orðum Jeremía? (b) Hvað mun bráðlega koma fyrir kristna heiminn?
17 Hvaða dóm fá falskennarar kristna heimsins frá Jehóva, dómaranum mikla? Vers 19, 20, 39 og 40 svara: „Sjá, stormur [Jehóva] brýst fram — reiði og hvirfilbylur — hann steypist yfir höfuð hinna óguðlegu. Reiði [Jehóva] léttir ekki fyrr en hann hefir framkvæmt og leitt til lykta fyrirætlanir hjarta síns. . . . Fyrir því vil ég hefja yður upp og varpa yður og borginni, sem ég gaf yður og feðrum yðar, burt frá mínu augliti. Og ég legg á yður eilífa smán og eilífa skömm, sem aldrei mun gleymast.“ Allt þetta kom yfir hina óguðlegu Jerúsalem og musteri hennar! Og núna kemur áþekk ógæfa bráðlega yfir hinn óguðlega kristna heim.
-
-
Dómur Jehóva gegn falskennurumVarðturninn – 1994 | 1. ágúst
-
-
21. (a) Hvers vegna var Jerúsalem lögð í eyði árið 607 f.o.t.? (b) Hvað kom fyrir falsspámennina og sannan spámann Jehóva eftir eyðingu Jerúsalem og hvaða fullvissu gefur það okkur nú á dögum?
21 Dómi Jehóva var fullnægt á dögum Jeremía þegar Babýloníumenn eyddu Jerúsalem árið 607 f.o.t. Eins og spáð hafði verið var það skammarleg auðmýking fyrir þessa þrjósku, ótrúu Ísraelsmenn. (Jeremía 23:39, 40) Það sýndi þeim að Jehóva, sem þeir höfðu oftsinnis óvirt, hafði loksins ofurselt þá afleiðingum illsku sinnar. Munnar hinna óskammfeilnu falsspámanna þeirra þögnuðu loksins. En munnur Jeremía hélt áfram að spá. Jehóva yfirgaf hann ekki. Í samræmi við þá fyrirmynd mun Jehóva ekki yfirgefa Jeremíahópinn þegar hinn þungi úrskurður hans kremur klerka kristna heimsins og þá sem trúa lygum þeirra, til bana.
-