KAFLI 44
Hefur Guð velþóknun á öllum hátíðum?
Jehóva vill að við njótum lífsins og jafnvel að við gerum okkur glaðan dag af og til. En hefur hann velþóknun á öllum hátíðum? Hvernig getum við sýnt Jehóva í þessum efnum að við elskum hann?
1. Hvers vegna hefur Jehóva vanþóknun á mörgum hátíðum?
Það kemur þér kannski á óvart að margar hátíðir eru byggðar á óbiblíulegum kenningum eða eru heiðnar að uppruna. Margar slíkar hátíðir tengjast fölskum trúarbrögðum. Þær gætu tengst dulspeki eða verið byggðar á þeirri hugmynd að sálin sé ódauðleg. Sumar hátíðir eiga rætur að rekja til hjátrúar eða forlagatrúar. (Jesaja 65:11) Jehóva segir þeim sem tilbiðja hann: „Aðgreinið ykkur … hættið að snerta það sem er óhreint.“ – 2. Korintubréf 6:17.a
2. Hvað finnst Jehóva um hátíðir sem veita mönnum óviðeigandi heiður?
Jehóva varar okkur við því að ‚setja traust okkar á menn‘. (Lestu Jeremía 17:5.) Sumir hátíðisdagar eru til heiðurs stjórnendum eða hermönnum. Aðrar hátíðir eru til að heiðra þjóðartákn eða halda upp á sjálfstæði þjóða. (1. Jóhannesarbréf 5:21) Enn aðrar eru haldnar til heiðurs stjórnmála- eða þjóðfélagshreyfingum. Hvað fyndist Jehóva um það ef við gæfum einstaklingum eða samtökum óviðeigandi heiður, sérstaklega þeim sem halda á lofti hugmyndum sem stangast á við fyrirætlun hans?
3. Hvers konar hegðun getur gert hátíðir óásættanlegar?
Biblían fordæmir ‚ofdrykkju, svallveislur og drykkjutúra‘. (1. Pétursbréf 4:3) Sumar hátíðir einkennast af taumlausri og siðlausri hegðun. Til að halda vináttunni við Jehóva þurfum við að forðast algerlega slíkan siðferðilegan óhreinleika.
KAFAÐU DÝPRA
Kynntu þér hvernig þú getur glatt Jehóva með því að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi hátíðir.
4. Hafnaðu hátíðum sem Jehóva líkar ekki
Lesið Efesusbréfið 5:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað þurfum við að fullvissa okkur um áður en við ákveðum hvort við ætlum að halda ákveðna hátíð?
Hvaða hátíðir eru vinsælar þar sem þú býrð?
Heldur þú að þessar hátíðir séu Jehóva þóknanlegar?
Hefurðu til dæmis velt fyrir þér hvað Guði finnst um afmælishald? Biblían talar hvergi um að þjónn Jehóva hafi haldið upp á afmæli. En hún segir frá tveim afmælisveislum sem voru haldnar af fólki sem þjónaði honum ekki. Lesið 1. Mósebók 40:20–22 og Matteus 14:6–10. Ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað eiga þessar afmælisveislur sameiginlegt?
Hvað heldurðu að Jehóva finnist um afmæli út frá þessum frásögum í Biblíunni?
En þú veltir kannski fyrir þér hvort það skipti Jehóva í raun einhverju máli hvort þú haldir upp á afmæli eða aðrar óbiblíulegar hátíðir. Lesið 2. Mósebók 32:1–8. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Hvers vegna þurfum við að fullvissa okkur um hverju Jehóva hefur velþóknun á?
Hvernig getum við gert það?
Hvernig getum við vitað hvort ákveðin hátíð sé Guði vanþóknanleg?
Byggist hún á óbiblíulegum kenningum? Kynntu þér uppruna hennar til að komast að því.
Gefur hún mönnum, samtökum eða þjóðartáknum óviðeigandi heiður? Við heiðrum Jehóva umfram allt og treystum honum til að leysa vandamál heimsins.
Stangast hátíðarhöldin á við meginreglur Biblíunnar? Við þurfum að halda okkur siðferðilega hreinum.
5. Auðveldaðu öðrum að virða trú þína
Það getur verið erfitt að segja nei þegar aðrir þrýsta á okkur að taka þátt í hátíðum sem Jehóva hefur vanþóknun á. Vertu þolinmóður og nærgætinn þegar þú útskýrir ákvörðun þína. Spilaðu MYNDBANDIÐ til að sjá dæmi um hvernig má fara að því.
Lesið Matteus 7:12 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Ættirðu að segja fjölskyldu þinni sem er ekki í trúnni að hún megi ekki halda ákveðna hátíð?
Hvað geturðu gert til að fullvissa fjölskylduna þína um að þér þyki vænt um hana þó að þú ætlir ekki að halda hátíðina með henni?
6. Jehóva vill að við séum hamingjusöm
Jehóva vill að við gleðjumst með fjölskyldu okkar og vinum. Lesið Prédikarann 8:15 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
Hvernig sýnir þetta vers að Jehóva vill að við séum ánægð?
Jehóva vill að þjónar hans hafi gaman og skemmti sér saman. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá greinilegt merki um það á alþjóðamótunum okkar.
Lesið Galatabréfið 6:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
Þurfum við að halda vinsælar hátíðir til að ‚gera öðrum gott‘?
Hvort ertu ánægðari þegar þú gefur vegna þess að það er ætlast til þess út af hátíðisdegi eða vegna þess að þig langar til þess?
Margir vottar skipuleggja af og til eitthvað sérstakt fyrir börnin sín og koma þeim jafnvel á óvart með gjöfum. Hvað getur þú gert til að gleðja börnin þín?
SUMIR SEGJA: „Uppruni hátíða skiptir ekki máli. Aðalatriðið er að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum.“
Hvað myndir þú segja við því?
SAMANTEKT
Jehóva vill að við njótum samveru með fjölskyldu og vinum. En hann vill líka að við forðumst hátíðir sem hann hefur vanþóknun á.
Upprifjun
Hvaða spurninga getum við spurt okkur til að komast að því hvort ákveðin hátíð sé Jehóva vanþóknanleg?
Hvernig getum við hjálpað fjölskyldu okkar og vinum að skilja afstöðu okkar til hátíða?
Hvernig vitum við að Jehóva vill að við séum glöð og skemmtum okkur?
KANNAÐU
Kynntu þér nokkrar hátíðir sem vottar Jehóva halda ekki upp á.
„Hvers vegna halda vottar Jehóva ekki vissar hátíðir?“ (Vefgrein)
Lestu um fjórar ástæður fyrir því að við teljum að Guð hafi ekki velþóknun á því að haldið sé upp á afmæli.
„Hvers vegna halda vottar Jehóva ekki upp á afmæli?“ (Vefgrein)
Sjáðu hvernig börn sem elska Jehóva geta glatt hann í kringum hátíðir.
Milljónir manna hafa kosið að halda ekki jól. Lestu um það sem nokkrir segja um þá ákvörðun sína.
a Sjá aftanmálsgrein 5 til að vita hvað þú getur gert í ýmsum aðstæðum sem snerta hátíðir.