Manstu?
Hefurðu haft ánægju af að lesa nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:
• Nota sannkristnir menn nafn Guðs eins og það sé verndargripur?
Sumir líta á vissa hluti eða tákn sem verndar- eða töfragripi en þjónar Guðs nota ekki nafn hans á þann hátt. Þeir leita hælis í nafni hans með því að trúa á hann og leggja sig fram um að gera vilja hans. (Sef. 3:12, 13) — 15. janúar, bls. 5-6.
• Af hverju hafnaði Jehóva Sál konungi?
Sál átti að bíða eftir að spámaður Guðs kæmi til að færa fórn en óhlýðnaðist og færði fórnina sjálfur. Síðar hlýddi hann ekki þeim fyrirmælum að útrýma óvinaþjóð. — 15. febrúar, bls. 22-23.
• Hvernig getum við sýnt að við hötum hið illa?
Við misnotum ekki áfengi, forðumst dulspekiiðkanir og fylgjum viðvörun Jesú gegn siðleysi. Við forðumst til dæmis klám og þá hugaróra sem það getur kveikt. (Matt. 5:27, 28) Og við umgöngumst ekki þá sem hefur verið vikið úr söfnuðinum. — 15. febrúar, bls. 29-32.
• Að hvaða leyti var Jeremía eins og „tré, gróðursett við vatn [sem] teygir rætur sínar að læknum“? (Jer. 17:7, 8)
Hann hætti aldrei að bera ávöxt og lét það ekki hafa áhrif á sig þótt menn hæddust að honum. Hann hélt sig við uppsprettu hins lifandi vatns og fór eftir því sem Guð sagði honum. — 15. mars, bls. 14.
• Af hverju er hægt að treysta því að Edengarðurinn hafi verið raunverulegur?
Í Biblíunni er talað um hann sem raunverulegan og gefin staðarlýsing. Tvær af ánum, sem eru nefndar, eru til enn þann dag í dag. Slíkar upplýsingar er yfirleitt ekki að finna í þjóðsögum og ævintýrum. Jesús, áreiðanlegasti votturinn, talaði um Adam og Evu sem sannsögulegar persónur. — apríl-júní, bls. 5-6, 9.
• Vissi Guð að Adam og Eva myndu syndga?
Nei, Jehóva Guð gaf þeim vitsmuni og frjálsan vilja svo að þau gátu ákveðið sjálf hvort þau hlýddu honum. Þótt Guð geti séð fram í tímann beitir hann ekki alltaf þeim hæfileika. — apríl-júní, bls. 13-15.