-
Sendiboði Guðs styrkir hannGefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
-
-
7. Hvað gerði Daníel í þrjár vikur?
7 „Á þeim dögum var ég, Daníel, harmandi þriggja vikna tíma,“ segir frásagan. „Ég neytti engrar dýrindisfæðu, kjöt og vín kom ekki inn fyrir varir mínar, og ég smurði mig ekki fyrr en þrjár vikur voru liðnar.“ (Daníel 10:2, 3) Að harma og fasta í „þrjár vikur“ eða 21 dag var óvenjulangur tími, en honum lauk greinilega „tuttugasta og fjórða dag hins fyrsta mánaðar.“ (Daníel 10:4) Föstutími Daníels náði því yfir páskahátíðina, sem haldin var 14. dag fyrsta mánaðarins, nísan, og hina sjö daga hátíð ósýrðu brauðanna sem fylgdi í kjölfarið.
-
-
Sendiboði Guðs styrkir hannGefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
-
-
9, 10. (a) Hvar var Daníel þegar hann sá sýn? (b) Lýstu sýn Daníels.
9 Daníel varð ekki fyrir vonbrigðum. Hann greinir svo frá: „Var ég staddur á bakka hins mikla Tígrisfljóts. Þá hóf ég upp augu mín og sá mann nokkurn, klæddan línklæðum og gyrtan skíragulli um lendar.“ (Daníel 10:4, 5) Í hebreska textanum er áin nefnd Kíddekel, en hún var ein af ánum fjórum sem runnu frá Edengarðinum. (1. Mósebók 2:10-14) Í fornpersnesku var Kíddekel kölluð Tigra sem gríska nafnið Tígris er dregið af. Landið milli hennar og Efrat var kallað Mesópótamía, „landið milli fljótanna.“ Það staðfestir að Daníel hafi enn verið í Babýloníu þegar hann sá þessa sýn, þótt hann hafi ef til vill ekki verið í sjálfri borginni Babýlon.
-