-
‚Enginn friður handa óguðlegum‘Varðturninn – 1987 | 1. nóvember
-
-
7. (a) Hvernig vitum við að ósýnileg, andleg öfl hafa hönd í bagga með málefnum manna? (b) Hver var upphaflega konungurinn norður frá og konungurinn suður frá og hvernig hófst samkeppni þeirra?
7 Fyrst lýsir engillinn því hvernig hann hafi, með stuðningi Míkaels, barist við ‚verndarengla‘ Persíu og Grikklands. (Daníel 10:13, 20-11:1) Þessi innsýn í hið andlega tilverusvið staðfestir að átök þjóða eru meira en aðeins árekstrar manna í milli. Að baki mennskra valdhafa standa illar andaverur eða ‚englar.‘ En allt frá fornu fari hafa þjónar Guðs átt sér ‚verndarengil,‘ Míkael, til að veita sér lið í baráttunni gegn þessum illu öndum. (Efesusbréfið 6:12) Síðan beinir engillinn athygli okkar að samkeppni Sýrlands og Egyptalands. Hann segir: „Og konungurinn suður frá mun öflugur verða, . . . einn af höfðingjum hans.“ (Daníel 11:5a) Konungurinn suður frá var í þessu tilviki Ptólómeus I, valdhafi Egyptalands sem tók Jerúsalem herskildi um árið 312 f.o.t. Þessu næst nefnir engillinn annan konung er muni „standa gegn honum og fara með víðtækari völd en hinn.“ (Daníel 11:5b, NW) Hér er átt við konunginn norður frá í persónu Selevkusar I Níkators, en ríki hans, Sýrland, varð voldugara en Egyptaland.
-
-
‚Enginn friður handa óguðlegum‘Varðturninn – 1987 | 1. nóvember
-
-
[Kort/mynd á blaðsiðu 20]
Hafið mikla
Sýrland
Júdea
Egyptaland
[Mynd credit line á blaðsiðu 19]
-