-
Jehóva opinberar „það sem verða á innan skamms“Varðturninn – 2012 | 15. júní
-
-
7. Hvernig tengjast sjöunda höfuð dýrsins og líkneskið mikla?
7 Hvernig tengjast sjöunda höfuð dýrsins og líkneskið mikla? Bretland klofnaði frá Rómaveldi og segja má að Bandaríkin hafi gert það óbeint sökum tengsla sinna við Bretland. En hvað um fætur líkneskisins? Þeir eru blanda úr járni og leir. (Lestu Daníel 2:41-43.) Þessi lýsing á við tímann þegar sjöunda höfuðið, það er að segja ensk-ameríska heimveldið, komst til verulegra áhrifa. Rétt eins og leirblandað járn er veikara en hreint járn er ensk-ameríska heimsveldið veikara en Rómaveldi sem það kom af. Hvað veldur því?
8, 9. (a) Hvernig sýndi sjöunda heimsveldið styrk járnsins? (b) Hvað táknar leirinn í fótum líkneskisins?
8 Sjöunda höfuð dýrsins hefur stundum sýnt styrk járnsins. Það sýndi til dæmis mátt sinn og megin með því að sigra andstæðinga sína í fyrri heimsstyrjöldinni. Styrkur járnsins var einnig áberandi í síðari heimsstyrjöldinni.c Eftir stríðið sýndi sjöunda höfuðið enn eiginleika járnsins af og til. En járnið reyndist snemma blandað leir.
9 Þjónum Jehóva hefur lengi verið hugleikið að skilja hvað fætur líkneskisins tákna. Í Daníel 2:41 er talað um að blanda járnsins og leirsins sé eitt og sama „ríkið“ en ekki mörg ríki. Leirinn táknar því öfl innan áhrifasvæðis ensk-ameríska heimsveldisins sem gera það veikara en Rómaveldi sem táknað var með hreinu járni. Leirinn er kallaður ,niðjar mannkyns‘, það er að segja almennir borgarar. (Dan. 2:43, NW) Fólk hefur risið upp og veikt ensk-ameríska heimsveldið með verkalýðsbaráttu og sjálfstæðishreyfingum, og með því að berjast fyrir borgaralegum réttindum. Almenningur gerir ensk-ameríska heimsveldinu erfitt um vik að beita hörku járnsins. Ólíkar stjórnmálaskoðanir og naumir sigrar í kosningum gera auk þess að verkum að leiðtogar, jafnvel þeir vinsælu, hafa ekki skýrt umboð til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Daníel spáði: „Eftir því verður það ríki öflugt að nokkru en máttlítið að nokkru.“ – Dan. 2:42; 2. Tím. 3:1-3.
-
-
Jehóva opinberar „það sem verða á innan skamms“Varðturninn – 2012 | 15. júní
-
-
11 Hefur fjöldi táa á líkneskinu einhverja sérstaka þýðingu? Í öðrum sýnum nefnir Daníel ákveðnar tölur, til dæmis hve mörg horn ýmis dýr séu með. Þessar tölur hafa ákveðna merkingu. En þegar Daníel lýsir líkneskinu nefnir hann ekki hve tærnar eru margar. Talan virðist því ekki hafa neina þýðingu frekar en það að líkneskið skuli vera með tvo handleggi, hendur, fótleggi og fætur, auk fingra. Daníel tekur sérstaklega fram að tærnar séu úr járni og leir. Af lýsingu hans má álykta að ensk-ameríska heimsveldið verði við völd þegar „steinninn“, sem táknar ríki Guðs, lendir á fótum líkneskisins. – Dan. 2:45.
-