Manstu?
Hefurðu haft ánægju af að lesa Varðturninn undanfarna mánuði? Kannaðu hvort þú getur svarað eftirfarandi spurningum:
Lá styrkur Samsonar í hári hans?
Það var ekki hárið sjálft sem gaf Samsoni styrk heldur það sem það táknaði, það er að segja að hann var nasírei og átti því sérstakt samband við Guð. Þegar Dalíla lét skera hár hans hafði það áhrif á þetta samband. – 15. apríl, bls. 9.
Hvaða þrjú atriði geta haft góð áhrif á hið táknræna hjarta líkt og þau hafa á bókstaflegt hjarta okkar?
(1) Næring. Hjartað þarf að fá holla næringu og eins þurfum við að fá nóg af hollri andlegri fæðu. (2) Hreyfing. Við getum viðhaldið táknræna hjartanu með því að taka dyggan þátt í boðunarstarfinu. (3) Umhverfið. Við getum dregið úr álagi með því að umgangast trúsystkini sem er annt um okkur. – 15. apríl, bls. 16.
Hvernig er hægt að byggja upp traust á ný þegar maki hefur verið ótrúr?
Hjónin þurfa að (1) vera heiðarleg hvort við annað, (2) vinna saman, (3) temja sér nýjar venjur í stað þeirra gömlu og (4) hætta með tímanum að ala á gremju og reyna að lækna sárin. – júlí-september, bls. 22-25.
Hvers vegna ætti ekki að heimfæra Sálm 116:15 upp á hinn látna þegar flutt er minningarræða?
Í versinu stendur: „Dýr er í augum Drottins dauði dýrkenda hans.“ Þetta þýðir að Jehóva telur dauða allra dýrkenda sinna í heild of dýrmætan til að geta átt sér stað. Hann leyfir ekki að þjónar sínir sem hópur hverfi af jörðinni. – 15. maí, bls. 22.
Hverjir voru farandbóksalarnir?
Fyrir 1931 var þetta heiti notað um þá sem nú eru kallaðir brautryðjendur. – 15. maí, bls. 31.
Nefndu nokkur atriði sem sýna að Biblían sé ekki eins og hver önnur bók skrifuð af mönnum.
Biblían inniheldur fjölda spádóma sem hafa ræst. Í henni er skráð áreiðanleg saga en ekki goðsagnir. Hún samræmist sönnum vísindum og er sjálfri sér samkvæm. Hún er líka gagnleg nú á tímum. – júlí-september, bls. 4-8.
Hver eru ,öll þessi ríki‘ sem rætt er um í Daníel 2:44?
Átt er við ríkin eða ríkisstjórnirnar sem hinir ýmsu hlutar málmlíkneskisins tákna. – 15. júní, bls. 17.
Hvenær varð ensk-ameríska heimsveldið sjöunda heimsveldið sem spáð er um í Biblíunni?
Þetta tvíveldi varð til þegar Bretland og Bandaríkin tóku að starfa saman í mikilvægum málum í fyrri heimsstyrjöldinni. – 15. júní, bls. 19.