-
Björgun er möguleg þegar Guð hefnirVarðturninn – 1989 | 1. maí
-
-
Jehóva hlustar á áköll þjóna sinna. Habakkuk spyr: „Hversu lengi hefi ég kallað, [Jehóva], og þú heyrir ekki?“ Já, réttlæti er ekkert og hinir óguðlegu umkringja réttláta. En Guð heyrir og sem refsandi afl ‚reisir hann upp Kaldea.‘ En hvernig getur hann notað hervætt heimsveldi? Spámaðurinn bíður svars frá Guði og býst við ofanígjöf. — 1:1-2:1.
-
-
Björgun er möguleg þegar Guð hefnirVarðturninn – 1989 | 1. maí
-
-
○ Habakkuk 1:2-4 — Trú Habakkuks á Jehóva sem Guð er umber ekki órétt, fékk hann til að spyrja hvers vegna rangsleitni væri svona almenn. Hann var reiðubúinn að leiðrétta hugsun sína. (2:1) Þegar við veltum fyrir okkur hvers vegna eitthvað sé umborið ætti traust okkar til Jehóva á sama hátt að hjálpa okkur að halda jafnvægi og bíða eftir honum. — Sálmur 42:6, 12.
-