-
Treystum á Jehóva og lifumVarðturninn (námsútgáfa) – 2018 | nóvember
-
-
7. Hvernig brást Jehóva við þegar Habakkuk tjáði honum áhyggjur sínar?
7 Lestu Habakkuk 1:5-7. Eftir að Habakkuk hafði tjáð Jehóva áhyggjur sínar hefur hann kannski velt fyrir sér hver viðbrögð Jehóva yrðu. Rétt eins og skilningsríkur og umhyggjusamur faðir ávítaði Jehóva hann ekki fyrir að úthella hjarta sínu í einlægni. Guð vissi að hann þjáðist og væri að grátbiðja um hjálp. Hann beindi athygli Habakkuks að því sem myndi henda ótrúa Gyðinga í nánustu framtíð. Það má vel vera að Jehóva hafi sagt Habakkuk fyrstum manna að brátt yrði bundinn endi á ofbeldið.
8. Af hverju komu viðbrögð Jehóva Habakkuk á óvart?
8 Jehóva benti Habakkuk á að hann væri reiðubúinn að skerast í leikinn. Þessi ofbeldisfulla og spillta kynslóð átti refsingu yfir höfði sér. Með því að segja „á yðar dögum“ gaf Jehóva í skyn að dómurinn myndi falla á dögum spámannsins og samtíðarmanna hans. Viðbrögð Jehóva voru alls ekki eins og Habakkuk hafði búist við. Var þetta svar við grátbeiðni hans? Það sem Jehóva sagði honum merkti að þjáningar Júdamanna myndu aukast.a Kaldear (Babýloníumenn) voru miskunnarlausir og grimmir. Þeir voru jafnvel enn ofbeldisfyllri en þjóð Habakkuks sem þekkti í það minnsta meginreglur Jehóva. Hvers vegna ætlaði Jehóva að nota þessa grimmu heiðnu þjóð til að refsa Júdamönnum? Hvernig hefði þér liðið ef þú hefðir verið í sporum Habakkuks?
-
-
Treystum á Jehóva og lifumVarðturninn (námsútgáfa) – 2018 | nóvember
-
-
a Í Habakkuk 1:5 er notuð fleirtölumyndin „yðar“ en það bendir til þess að ógæfan myndi koma yfir alla Júdamenn.
-